Ábendingar um fallega garđa og snyrtilegt umhverfi - Umhverfisverđlaun 2020

  • Fréttir
  • 11. júní 2020

Umhverfisverðlaun Grindavíkurbæjar verða veitt í ár en árið 2016 voru samþykktar reglur um verðlaunin á þá leið að veita þau annað hvert ár. Fimm viðurkenningar eru veittar í hvert sinn. Tvær eru bundnar við heimilisgarða, ein við fyrirtæki og tvær taki mið að þeim tilnefningum sem berast hverju sinni, en sum ár hafa verið veittar viðurkenningar fyrir vel heppnaðar endurgerðir á gömlum húsum.

Umhverfis- og ferðamálanefnd auglýsir hér með formlega eftir tilnefningum til verðlaunanna, en farið verður yfir tilnefningarnar á fundi nefndarinnar í júlí. Tekið er við tilnefningum í tölvupósti á kristinmaria@grindavik.is, símleiðis á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar í síma 420-1100 og einnig er hægt að senda skilaboð í gegnum Facebook-síðu bæjarins.

Síðasti dagur til að skila inn tilnefningum er mánudagurinn  6. júlí, en verðlaunin verða afhent í ágúst.  

Á myndinni hér að ofan eru verðlaunahafar ársins 2018, en lesa má um alla verðlaunahafa frá upphafi hér. Sérstök athygli er vakin á að skv. reglum um umhverfisverðlaun Grindavíkurbæjar koma allir garðar og öll fyrirtæki í Grindavík koma til greina sem verðlaunahafar umhverfisverðlauna. Að jafnaði skulu þó líða 10 ár á milli þess sem sami garður eða fyrirtæki getur fengið viðurkenningu að nýju.

Verðlaunahafar ársins 2018: 

Verðlaun fyrir fallegan og gróinn garð: Hraunbraut 2, Guðbjörg Sævarsdóttir og Sigfús Ægir Sigfússon

Verðlaun fyrir fallegan og gróinn garð: Norðurvör 10, Björn Birgisson og Ingibjörg Gunnlaugsdóttir

Verðlaun fyrir fallegan og gróinn garð: Selsvellir 20, Jónas Þórhallsson og Dröfn Vilmundardóttir

Verðlaun fyrir fallegan og gróinn garð: Skipastígur 14, Einar Guðjónsson og Ástrún Jónasdóttir.

Verðlaun fyrir snyrtilegt umhverfi fyrirtækis: Harbour View smáhýsin


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir