RÚV mćlir međ Ţorbirni sem gönguleiđ fyrir byrjendur

  • Fréttir
  • 18. maí 2020

Fyrir helgina tók vefsíða RÚV saman fimm góðar gönguleiðir fyrir byrjendur enda verða fjallgöngur sífellt vinsælli, bæði fyrir unga og aldna. Í umsögn vefsins kemur fram að Þorbjarnarfell sé staðsett norðan við Grindavík. Uppi á fellinu er gjá eða sprunga sem heitir Þjófagjá, að sögn eftir 15 þjófum sem höfðust við í gjánni og stálu sauðfé Grindvíkinga. Einnig er Reykjanesviti og Gunnuhver nálægt sem gaman er að ganga að og skoða.

Þorbjörn hefur fengið mikla athygli, sérstaklega í upphafi árs vegna landsiss og mögulegs kvikuinnskots. Þorbjörn hefur verið vinsælt útivistarfjall Grindvíkinga í áraraðir sem og annarra útivistarunnenda. Fjallið er í stuttri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og tilvalið fyrir þá sem vilja gera sér dagsferð á Reykjanesið. Uppi á Þorbirni er útsýni til allra átta, bæði út á Reykjanesið og alla leið til höfuðborgarinnar. 

Við rætur Þorbjarnar norðan megin er Selskógur en þar er kjörinn staður til að njóta og fá sér hressingu. En gönguleiðin norðan megin fjallsins hefur verið stórbætt. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. janúar 2021

Gym heilsa opnar aftur í dag 18. janúar

Fréttir / 14. janúar 2021

Rökkurró í Grindavík

Fréttir / 11. janúar 2021

Útveggir viđbyggingar Hópsskóla rísa

Fréttir / 5. janúar 2021

Ađstođarmatráđur óskast í Miđgarđ

Fréttir / 2. janúar 2021

Hreinsum upp flugeldarusl

Fréttir / 2. janúar 2021

5. flokkur karla í knattspyrnu heiđrađur

Fréttir / 31. desember 2020

Matthías Örn: Kastar á hverjum degi