Opiđ fyrir skráningu í Vinnuskólann 2020

  • Fréttir
  • 31. mars 2020

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Vinnuskóla Grindavíkur í sumar. Vinnuskólinn er fyrir 14-17 ára ungmenni fædd árin 2003, 2004, 2005 og 2006, þ.e. fyrir 8. til 10. bekk og fyrsta árs nemendur í framhaldsskóla. 

Aðeins verður tekið við rafrænum skráningum og mikilvægt er að fylla skráningarformin út samviskusamlega. Einnig þarf að skila inn leyfisbréfi undirrituðu af forráðamanni í Þrumuna eða á bæjarskrifstofur Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62. Skráningu lýkur föstudaginn 17. apríl. Skráning fer fram hér.

Vinnuskólinn býður fyrst og fremst upp á hefðbundin umhirðustörf. Hins vegar taka einstaka félög og stofnanir til sín nemendur sem þekkja vel til. Nemendur sinna þá aðstoð á leikjanámskeiðum eða umhirðu íþróttamannvirkja. Þá sinna nemendur einnig sértækum verkefnum ásamt umhirðustörfum.

Vinnutími og launakjör

14 ára, úr 8. bekk:
8. júní - 20. júlí (gert er ráð fyrir að allir nemendur taki sér fjóra daga í frí).
Starfstími: Mánudaga til fimmtudaga kl. 08:30 - 12:00 og 13:00 - 16:00. 
Fjöldi vinnustunda 84.
Laun: Kr. 968,- á tímann með orlofi.
Helstu verkefni: Þrif, rakstur og gróður umhirða og önnur tilfallandi verkefni.

15 ára, úr 9. bekk:
8. júní – 23. júlí Fjöldi vinnustunda: 136,5 
Starfstími: Mánudaga til fimmtudaga kl. 08:30-12:00 og 13:00-16:00 (gert er ráð fyrir að allir nemendur taki sér fjóra daga í frí).
Fjöldi vinnustunda 160,5.
Laun: Kr. 1.162,- á tímann með orlofi.
Helstu verkefni: Gróðursetning, áburðargjöf, þrif, sláttur, rakstur og gróður umhirða. Aðstoð við leikjanámskeið og önnur tilfallandi verkefni.
Auðlindaskólinn er í boði 22.-25. júní. Athugið að takmarkaður fjöldi kemst að.

16 ára, úr 10. bekk:
Tímabil: 4. júní – 14. ágúst (frí 27. júlí – 5. ágúst)
Fjöldi vinnustunda: 226,5
Laun: Kr. 1.355,- á tímann með orlofi.
Helstu verkefni: Sláttur, rakstur og létt viðhald á lóðum. Gróðursetning, áburðargjöf, hreinsun, málun, aðstoð við leikjanámskeið og önnur tilfallandi verkefni.

17 ára, úr 1. bekk framhaldsskóla:
Tímabil: 28. maí - 14. ágúst (frí 27. júlí – 5. ágúst)
Fjöldi vinnustunda: 259,5 
Starfstími: Mánudaga til fimmtudaga kl. 08.00-12.00 og 13.00-15.30. Fjöldi vinnustunda 259,5.
Laun: Kr. 1.743,- á tímann með orlofi.
Helstu verkefni: Sláttur,rakstur og létt viðhald á lóðum. Gróðursetning, áburðargjöf, hreinsun, málun, aðstoð við leikjanámskeið og önnur tilfallandi verkefni.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útbođ vegna verkfrćđihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaţjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferđaröryggistefna í kynningu

Skipulagssviđ / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag viđ Ţorbjörn - auglýsing

Skipulagssviđ / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóđarúthlutanir

Skipulagssviđ / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssviđ / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útbođ: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um ađalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beđiđ eftir varahlutum