Grindavíkurbćr auglýsir eftir forstöđumanni Ţrumunnar

 • Fréttir
 • 31. mars 2020

Grindavíkurbær auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns Þrumunnar, félagsmiðstöðvar fyrir börn og unglinga. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum leiðtoga.

Helstu verkefni:

 • Vinnur starfsáætlun fyrir félagsmiðstöðina í samráði við starfsfólk.
 • Sinnir hefðbundnum opnunum félagsmiðstöðvar og verkefnum sem fylgja þeim s.s. undirbúningi og frágangi.
 • Tryggir öryggi og vellíðan barna og unglinga og vinnur gegn óæskilegri og neikvæðri hegðun þeirra.
 • Sér til þess að börn sem nýta þjónustu félagsmiðstöðvarinnar uppifi væntumþykju.
 • Eflir félagsfærni og jákvæða sjálfsmynd barnanna.
 • Stuðlar að fordómalausri umræðu og heilbrigðu líferni.
 • Leitar leiða til að ná til þeirra barna og unglinga sem ekki stunda heilbrigð viðfangsefni í frístundum sínum og/eða þurfa á félagslegum stuðningi að halda.
 • Ber kennsl á helstu áhættuþætti í umhverfi barna og unglinga og bregðast við þeim.
 • Aðstoðar við að halda utan um félagslíf nemenda í Grunnskóla Grindavíkur.
 • Kennir valáfanga sem ákveðinn er í samráði við deildarstjóra/skólastjóra Grunnskóla Grindavíkur

Menntun og hæfniskröfur:

 • Menntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði uppeldis-, tómstunda- og/eða félagsmálafræði eða sambærileg uppeldismenntun. 
 • Reynsla af stjórnun.
 • Reynsla af starfi með börnum og ungmennum er nauðsynleg og þekking á málaflokknum æskileg.
 • Góð tölvukunnátta.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót, góð samstarfshæfni og geta til að  miðla upplýsingum.
 • Heiðarleiki og stundvísi, auk þess sem starfsmaður þarf að vera umburðalyndur.
 • Fumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni.
 • Hæfni til að bregðast við óvæntum aðstæðum og vilji til að taka þátt í breytingum. 
 • Hreint sakavottorð.
 • Er góð fyrirmynd.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um starfið gefur Eggert Sólberg Jónsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs í síma 420-1100 eða í tölvupósti eggert@grindavik.is.

Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl nk. og skulu umsóknir sendar á framangreint netfang. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 15. ágúst nk.

Farið verður með allar fyrirspurnir sem trúnaðarmál, en listi umsækjenda verður opinber að umsóknarfresti liðnum. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útbođ vegna verkfrćđihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaţjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferđaröryggistefna í kynningu

Skipulagssviđ / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag viđ Ţorbjörn - auglýsing

Skipulagssviđ / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóđarúthlutanir

Skipulagssviđ / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssviđ / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útbođ: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um ađalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beđiđ eftir varahlutum