Ráđstafanir í íţróttamannvirkjum Grindavíkurbćjar

  • COVID
  • 19. mars 2020

Í ljósi aðstæðna vegna COVID-19 hefur verið ráðist í eftirfarandi ráðstafanir í íþróttamannvirkjum Grindavíkurbæjar.
Sundlaug
•    Sundlaug er opin 6:00-16:00 virka daga og 9:00-15:00 um helgar en staðan er metin reglulega. 
•    Sundlaugargestir eiga að virða fjarlægðarmörk sem landlæknir hefur sett. 
•    Rennibrautir eru lokaðar.
Búningsklefar og salerni
•    Búningsklefar eru eingöngu opnir fyrir sundlaugargesti og viðskiptavini Gym heilsu. 
•    Almenningssalernum hefur verið lokað. Eingöngu er hægt að nota salerni í búningsklefum. 
Hópið
•    Hópið er lokað fyrir allri starfssemi. 
•    Íþróttasalir eru lokaðir.
•    Kennsla í íþróttum og sundi fellur niður á meðan samkomubann stendur yfir hjá nemendum leik-, grunn- og framhaldsskóla.
•    Allar æfingar falla niður hjá börnum á leik- og grunnskólaaldri.
Líkamsrækt 
•    Líkamsræktin er opin 6:00-16:00 virka daga og 9:00-15:00 um helgar en staðan er metin reglulega. 
•    Aðeins komast 10 að í líkamsræktinni hverju sinni. 
•    Allir iðkendur þurfa að þrífa snertifleti tækja fyrir og eftir notkun.
•    Iðkendur eiga að viða fjarlægðarmörk sem landlæknir hefur sett.
•    Iðkendur eru hvattir til þess að nota ekki búningsklefa í íþróttamannvirkjum ef þeir ætla eingöngu að nota líkamsræktina.

Sótthreinsiþrif í mannvikjunum hafa verið aukin, sérstaklega snertifletir. 

Grindavíkurbær biður alla þá sem finna til flenskueinkenna eða hafa verið í samskiptum við smitaða einstaklinga um að mæta ekki í íþróttamannvirkin.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun