Rafbókasafniđ

  • Bókasafnsfréttir
  • 18. mars 2020

Rafbókasafnið

Ef þú átt kort hjá bókasafnið Grindavíkur hefur þú aðgang að Rafbókasafninu, www.rafbokasafnid.is, og þar færðu aðgang að stóru safni rafbóka og hljóðbóka þar sem finna má glæpi, ástir, ævintýri, ævisögur, uppskriftir og innhverfa íhugun.
Þú getur lesið rafbækurnar eða hlustað á hljóðbækurnar á vefnum eða í Libby appinu sem hægt er að hlaða niður á öll helstu snjalltæki. 

Kostar aðgangur að Rafbókasafninu?

Ef þú átt gilt bókasafnskort hjá bókasafni Grindavíkur, eða öðrum aðildarsöfnum Rafbókasafnsins, færð þú frían aðgang að Rafbókasafninu!

Hvernig fæ ég aðgang að Rafbókasafninu?

Safnið finnurðu á www.rafbokasafnid.is og þar einfalt skráningarferli. Nota þarf númerið á bókasafnskortinu og PIN-númerið til þess að virkja aðganginn. Þetta númer getur þú einnig fengið uppgefið með að hafa samband á bokasafn@grindavik.is eða á facebook síðunni okkar. 

Til þess að nota Rafbókasafnið í síma eða í spjaldtölvunni mælum við með appinu Libby sem er frítt á iTunesGoogle Play (Android) og í verslun Microsoft Store (Windows 10)

Nánari leiðbeiningar fyrir Rafbókasafnið.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál