Kynningarfundur - Fjölţćtt heilsuefling 65+ í Grindavík

  • Fréttir
  • 1. mars 2020

Grindavíkurbær hefur hafið samtarf við Janus heilsueflingu um fjölþætta heilsueflingu fyrir 65 ára og eldri. Megin viðfangsefni verkefnisins er eflandi forvarnarstarf á sviði líkams- og heilsuræktar. Kynningarfundur um verkefnið fer fram í Gjánni í dag, sunnudag, kl. 14:00. Á fundinum verður farið yfir markmið verkefnis og væntanlegan ávinning. Markmiðið er meðal annars að gera þig hæfari til að takast á við breytingar sem fylgja hækkandi aldri.

Með markvissri þátttöku í þol- og styrktaræfingum auk ráðgjafar um holla næringu og aðra heilsueflandi þætti getur þú spyrnt við fótum gegn öldrunareinkennum samhliða því að bæta heilsu þína og lífsgæði. Verkefnið hefst með heilsufarsmælingum sem eru endurteknar á 6 mánaða fresti. Verkefnið er að skila einstökum árangri hér í Reykjanesbæ og einnig í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum.

Hægt er að sækja um þátttöku í verkefninu á: www.janusheilsuefling.is/skraning

Fjöldi þátttakenda sem við tökum inn er þó takmarkaður og bundinn við samstarfssamning við Grindavíkurbæ.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. júní 2023

Fimm sjómenn heiđrađir

Fréttir / 4. júní 2023

Til hamingju međ sjómannadaginn

Fréttir / 2. júní 2023

Leikskólabörn skreyta sjómannagarđinn

Grunnskólafréttir / 2. júní 2023

Útskrift 10. bekkjar

Fréttir / 1. júní 2023

Mjög góđ afkoma hjá Grindavíkurbć

Fréttir / 31. maí 2023

Lokun gatna 2.-4. júní

Fréttir / 31. maí 2023

Bréfpokar fyrir lífrćnan úrgang

Fréttir / 1. júní 2023

Viđburđir kvöldsins hjá einkaađilum

Fréttir / 30. maí 2023

Nýtt líf í Kvikunni

Fréttir / 30. maí 2023

Laus kennarastađa á miđstigi

Fréttir / 30. maí 2023

Ţér er bođiđ í mat

Fréttir / 26. maí 2023

Skráning í götuboltamótiđ hafin