Tillaga að Aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032

  • Skipulagssvið
  • 23. mars 2020

Bæjarstjórn Grindavíkur auglýsir hér með tillögu að Aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða er auglýst tillaga að umhverfisskýrslu samkvæmt 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.  

Í tillögunni kemur m.a. fram stefna sveitarfélagsins um innviði, þróun byggðar og landnotkun.  Aðalskipulagstillagan nær til alls sveitarfélagsins og er sett fram í greinargerðum, tveimur skipulagsuppdráttum og skýringaruppdráttum.  

Efni tillögunnar varðar alla íbúa og eru þeir hvattir til að kynna sér skipulagsgögnin sem eru aðgengileg á tenglum hér fyrir neðan. Þau liggja líka frammi til sýnis á skrifstofu Grindavíkurbæjar og hjá Skipulagsstofnun frá 21. febrúar 2020. Athugasemdafrestur hafði verið framlengdur til 20.apríl en vegna Covid 19 er ljóst að hann framlengist um nokkrar vikur til viðbótar, hið minnsta. Að loknum athugasemdafresti mun bæjarstjórn taka afstöðu til athugasemda og afgreiða tillöguna til staðfestingar Skipulagsstofnunar. 

Athugasemdir skal senda skriflega á netfangið atligeir@grindavik.is eða til Grindavíkurbæjar og merkja, endurskoðun aðalskipulags, Víkurbraut 62, 240 Grindavík.  

Uppfærsla á uppdráttum - 23.03.2020
Grindavíkurbæ bárust ábendingar um að misræmi væri á milli uppdrátta hvað varðar stígakerfi. Skýringaruppdráttur er fyrir stígakerfi en einnig er að finna stígakerfið á sveitarfélagsuppdrætti og þéttbýlisuppdrætti. 

Grindavíkurbær leitaði til Skipulagsstofnunar varðandi málsmeðferðina þar sem að tillagan er í auglýsingarferli. Stofnunin ráðlagði að uppdrættir væru leiðréttir. Því hefur misræmið í stígakerfinu verið leiðrétt á sveitarfélagsuppdrætti, þéttbýlisuppdrætti og skýringaruppdrætti fyrir stíga. Þeir sem hafa athugasemd/ábendingu varðandi stígakerfið eru hvattir til að senda sína athugasemd/ábendingu skriflega á atligeir@grindavik.is á meðan að tillagan er í auglýsingu. 

Sökum aðstæðna í þjóðfélaginu um þessar stundir þá er íbúafundi frestað um óákveðinn tíma. Íbúafundur verður auglýstur sérstaklega með góðum fyrirvara og kjölfarið nýr frestur til að skila inn athugasemdum við tillöguna. 

Atli Geir Júlíusson
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar

Greinargerð

Forsendu- og umhverfisskýrsla

Sveitarfélagsuppdráttur

Þéttbýlisuppdráttur

Skýringaruppdráttur 1A: Samgöngur - stígar

Skýringaruppdráttur 1B: Samgöngur - vegir

Skýringaruppdráttur 2: Eignarhald

Skýringaruppdráttur 3: Vatnsvernd

Skýringaruppdráttur 4: Verndarsvæði


 

 


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum

Nýjustu fréttir

Grindvíkingar æfa í Kópavogi

  • Fréttir
  • 12. september 2024

Heitavatnslaust suðaustast í Grindavík

  • Fréttir
  • 11. september 2024

Morgunkaffi með Ásrúnu og Hjálmari

  • Fréttir
  • 10. september 2024

8. tbl. Grindvíkings komið út

  • Fréttir
  • 8. september 2024

Kvikan opnar að nýju

  • Fréttir
  • 4. september 2024

Grindavíkurdætur og glæpakviss

  • Fréttir
  • 3. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komið út

  • Fréttir
  • 2. september 2024