Óvissustig: Hvernig er best ađ rćđa viđ börn?

 • Almannavarnir
 • 4. febrúar 2020

Fimmtudagskvöldið 6. febrúar kl. 20:00 býður Grindavíkurbær íbúum bæjarins til fundar í Kvikunni á fyrirlestur Helgu Arnfríðar Haraldsdóttur. Helga Arnfríður er klínískur sálfræðingur hjá Sól sálfræði- og læknisþjónustu Kópavogs. Helga hefur töluverða reynslu í að aðstoða fólk með kvíða og ótta og verður með erindi um hvernig best er að ræða við börn þegar t.d. óvissuástand er í gildi eins og hér í Grindavík. Við hvetjum íbúa til að melda sig á viðburðinn hér. 

Helga Arnfríður var í viðtali fyrir stuttu hjá Ríkissjónvarpinu og sagði þá m.a. að það skipti máli að hlustað sé á börnin og að skynsemi sé notuð þegar talað er um vá. Pólskur túlkur verður á staðnum. 

Hér má sjá viðtalið við Helgu af vef Rúv: 

Mestu skiptir að vera skynsamur og hlusta á það sem vísindamennirnir segja, segir sálfræðingur um hvernig best er að takast á við hugsanlega yfirvofandi hættu. 
Tíðindi undanfarnar vikur hafa mörg verið á svipaða lund; snjóflóð á Flateyri, útbreiðsla wuhan-kórónaveirunnar og sterkir og margir jarðskjálftar og kvikusöfnun við Grindavík. Stúlka í Grindavík sagði í sjónvarpsfréttum í gær að hún hefði farið að gráta eftir jarðskjálftann í fyrrakvöld. 

Hvernig á að bregðast við verði maður var við ótta hjá börnum?

„Vera skynsamur, við þurfum að vera skynsöm, við megum er gera of mikið úr því sem við höldum að gæti mögulega gerst. Af því að það hafa verið eldgos á íslandi, hversu margir hafa látist?“ segir Helga Arnfríður Haraldsdóttir klínískur sálfræðingur hjá Sól sálfræði- og læknisþjónustu í Kópavogi. 

„Það sem við óttumst mest, það sem veldur kvíða gerist nánast aldrei. Og það sem skiptir mestu máli er að hlusta á það sem að vísindamennirnir eru að segja okkur. Börn eru mjög skynsöm. Það er líka allt í lagi að segja bara ég skil þig mjög vel sko auðvitað ertu hrædd.“

Helga segir að sem valdi oft kvíða er þegar fólk upplifir hjálparleysi en um leið og fólk veit að það hefur útgönguleið, geti fengið aðstoð og þess háttar þá upplifi fólk að það hafi stjórn. Hún var í áfallateyminu sem aðstoðaði á Flateyri eftir snjóflóðin þar 1995: 

„Að mörgu leyti var það allt annað og það sem er öðru vísi í dag er að í raun og veru kannski að við hér hlustum betur á fagfólk og vísindi.“

Hún segir að ekki sé besta leiðin á leyfa tilfinningum að ráða: 

„Þegar fólk kemur til mín skelfingu lostið út af þessari kórónaveiru þá sýni ég því bara appið sem er komið. Þetta er ekkert öðru vísi en önnur flensa og við munum leysa þetta. Það er stór hópur vísindamanna að vinna í þessu. Við ráðum hvort við missum tökin af skelfingu eða höldum bara áfram að lifa og vera góð við hvort annað.“


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 22. september 2023

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins 26. september

Fréttir / 22. september 2023

Bćjarmálafundur Miđflokksins í Grindavík

Fréttir / 21. september 2023

Laugardagsfundir xD aftur á dagskrá

Fréttir / 7. september 2023

Bingó framundan í Víđihlíđ

Fréttir / 15. september 2023

Viltu vera međ í slökkviliđinu?

Fréttir / 15. september 2023

Sundlaugin lokuđ á mánudag frá 8:00-14:00

Fréttir / 14. september 2023

Hvernig á ađ halda upp á 50 ára afmćli?

Fréttir / 12. september 2023

Íslenskur dagur í Uniejów

Fréttir / 8. september 2023

Lúđrasveitarnám

Fréttir / 7. september 2023

Styrktarhlaup/ganga á Ţorbjörn 9. september

Nýjustu fréttir

Heilaheilsa í Kvikunni

 • Fréttir
 • 25. september 2023

Fjársjóđsleit Ţrumunnar 2023

 • Fréttir
 • 22. september 2023

Opin ćfing Grindavíkurdćtra

 • Fréttir
 • 22. september 2023

Íţróttavika Evrópu 2023 í Grindavík

 • Fréttir
 • 21. september 2023

Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG

 • Fréttir
 • 21. september 2023

Hvernig birtist ADHD á unglingsárunum?

 • Fréttir
 • 20. september 2023