Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Svartsengis, iðnaðarsvæði og svæði verslunar og þjónustu, Grindavíkurbæ

  • Skipulagssvið
  • 20. febrúar 2020

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Svartsengis, iðnaðarsvæði og svæði verslunar og þjónustu, samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felur í sér eftirfarandi: 
•    Byggingareitir orkuvers 6 og orkuvers 6-stækkun eru stækkaðir um samanlagt 1.400 m2 og leyfileg þakhæð aukin um 3 m. 
•    Nýir byggingareitir eru afmarkaðir fyrir kæliturn OV7, lokahús og hljóðdeyfa OV7 og stækkun á skiljustöð OV5.  
•    Afmörkun bygginga- og framkvæmdasvæðis er stækkuð. 

Breytingartillagan er aðgengileg á heimasíðu bæjarins, www.grindavik.is og verður til sýnis á bæjarskrifstofunum að Víkurbraut 62 frá og með 21.febrúar nk. til og með 6.apríl 2020. 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta geta sent inn athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út 6.apríl 2020. Skila skal athugasemdum til Atla Geirs Júlíussonar, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, á netfangið atligeir@grindavik.is eða skrifstofu bæjarins merkt: „Breyting á deiliskipulagi Svartsengis“

Atli Geir Júlíusson,
sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar

Hér má sjá breytingartillöguna


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum

Nýjustu fréttir

Grindvíkingar æfa í Kópavogi

  • Fréttir
  • 12. september 2024

Heitavatnslaust suðaustast í Grindavík

  • Fréttir
  • 11. september 2024

Morgunkaffi með Ásrúnu og Hjálmari

  • Fréttir
  • 10. september 2024

8. tbl. Grindvíkings komið út

  • Fréttir
  • 8. september 2024

Kvikan opnar að nýju

  • Fréttir
  • 4. september 2024

Grindavíkurdætur og glæpakviss

  • Fréttir
  • 3. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komið út

  • Fréttir
  • 2. september 2024