Sćlla er ađ gefa en ţiggja

  • Fréttir
  • 6. janúar 2020

Undanfarin ár hefur Heilsuleikskólinn Krókur unnið markvisst að því að draga úr allri neyslu og í ár ákvað Foreldrafélagið að taka þátt í því verkefni með leikskólanum. Ákveðið var að gefa ekki jólagjafir til leikskólabarna eins og gert hefur verið en í staðinn gefa 200 kr. á hvert barn til Ricardo SOS barnsins sem þau á Króki eru að styrkja. Peningurinn safnast inn á reikning á hans nafni og getur hann nálgast peninginn þegar hann yfirgefur þorpið og fer að standa á eigin fótum.

Rætt var við börnin um hnattrænt jafnrétti og neyslu og úrgang. Rætt var um magn leikfanga og hvort við þurfum allt þetta dót sem við eigum. Einnig voru ólíkir menningarheimar skoðaðir í gegnum fræðsluefni frá SOS.

Börnin útbjuggu póstkort til Ricardo þar sem þau teiknuðu myndir og skrifuðu skilaboð til hans og settu í póstkassa þegar mætt var í jóladansstundina. Gaman er segja frá því að börnin á Króki fengu einnig póstkort frá honum.


 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir