Kjör á íţróttafólki Grindavíkur fer fram kl. 11:00 á morgun

  • Fréttir
  • 30. desember 2019

11 tilnefningar eru til íþróttamanns og íþróttakonu Grindavíkur 2019. Kjörið fer fram í Gjánni á gamlársdag og hefst kl. 11:00. Sýnt verður beint frá athöfninni á YouTube rás bæjarins. 

Sjö íþróttamenn og fjórar íþróttakonur hafa verið tilnefnd sem íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur 2019. 

Valið verður kunngjört í Gjánni á gamlársdag kl. 11:00. Öllum bæjarbúum er boðið að vera viðstaddir athöfnina. 

Þessi eru tilnefnd í flokkunum tveimur, í stafrófsröð:

Tilnefningar til íþróttamanns Grindavíkur 2019
Jóhann Dagur Bjarnason, hjólreiðar
Jón Axel Guðmundsson, körfuknattleikur
Jón Ásgeir Helgason, hestaíþróttir
Jón Júlíus Karlsson, golf
Marínó Axel Helgason, knattspyrna
Matthías Örn Friðriksson, pílukast
Róbert Örn Latkowski, judó


Tilnefningar til íþróttakonu Grindavíkur 2019
Guðný Eva Birgisdóttir, knattspyrna
Hrund Skúladóttir, körfuknattleikur
Svanhvít Helga Hammer, golf
Sylvía Sól Magnúsdóttir, hestaíþróttir

Íþróttamaður Grindavíkur verður nú kjörinn í 31. sinn. Alls hafa 19 karlar verið kjörnir íþróttamenn Grindavíkur frá því viðurkenningin var fyrst veitt árið 1988. Páll Axel Vilbergsson hefur oftast allra lyft bikarnum eða fimm sinnum. Sigurður H. Bergmann og Guðmundur Bragason hlutu viðurkenninguna fjórum sinnum á sínum tíma. 

Íþróttakona Grindavíkur verður kjörin í 12 sinn. Níu konur hafa hlotið titilinn íþróttakona ársins frá árinu 2008 en Petrúnella Skúladóttir er sú eina sem hefur lyft hefur bikarnum oftar en einu sinni eða þrisvar sinnum.


Deildu ţessari frétt