Nýr leikskóli: Kynning á hönnun

  • Skipulagssviđ
  • 19. nóvember 2019

Grindavíkurbær kynnir hönnun á nýjum fjögurra deilda leikskóla sem áætlað er að byggja í nýju hverfi norðan Hópsbrautar. Leikskólinn er 875 m2 (brúttó) að stærð en í hönnun er gert ráð fyrir möguleika á stækkun um tvær deildir sem gerir leikskólann þá 1.012 m2 (brúttó) að stærð. 


Við hönnun leikskólans var lögð áhersla á að skólinn myndi  falla vel að umhverfi sínu  og að skipulag innan skólans myndi þjóna starfsemi leikskóla eins og best verður á kosið. Í skólanum verða tveir stórir salir sem hægt verður að skipta upp með felliveggjum. Annar salurinn er hugsaður sem matsalur/listasmiðja og hinn sem fjölnota salur.


Börnunum þarf að líða vel í leikskólanum og þurfa þau að hafa nægt rými í leik og starfi. Ef gert er ráð fyrir að í upphafi verði 20 börn á hverri deild þá eru brúttófermetrar per barn 10,8 (metnaðarfull viðmið á landsvísu í dag eru 8 m2) og leikfermetrar 6,0 (metnaðarfull viðmið á landsvísu í dag eru 3,5 m2). Þegar skólinn verður fullsetinn mun leikskólinn enn vera töluvert umfram þau metnaðarfullu viðmið sem getið er um hér að framan.


Mikilvægt er að huga vel að aðstöðu starfsfólks.  Samkvæmt  fyrirliggjandi hönnun er starfsmannaaðstaða rúmgóð og nægt vinnurými til að sinna undirbúningi og öðrum störfum. Í ljósi þess að fyrirhugað er að fjölga deildum um tvær þegar íbúafjöldi í sveitarfélaginu nær tilteknu marki er sérstaklega mikilvægt að huga vel að aðstöðu starfsmanna í upphafi. Umfang starfsmannaaðstöðu er 98 m2 og verður óbreytt þegar kemur að stækkun skólans í sex deildir.  
Gert er ráð fyrir að þörf verði fyrir því að bæta við tveimur deildum við leikskólann þegar íbúafjöldi bæjarins nálgast 4.500. Síðustu 20 ár hefur íbúafjölgun í Grindavík verið 2,3% að meðaltal á ári en á síðstu 5 árum hefur fjölgunin verið 3,5% á ári. Sé miðað við sömu íbúaþróun næstu árin þá má gera ráð fyrir að gera þurfi leikskólann að sex deilda leikskóla á árabilinu 2027 til 2031.  

Íbúum Grindavíkurbæjar gefst nú kostur á að senda inn athugasemdir og ábendingar varðandi hönnun nýs leikskóla til og með 5.desember nóvember 2019 til Atla Geirs Júlíussonar sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs á netfangið atligeir@grindavik.is eða á skrifstofu bæjarins merkt ”Nýr leikskóli við Hópsbraut”.


Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs.  

Meðfylgjandi eru grunnteikningar leikskólans ásamt myndbandi. 

Án viðbyggingu

Með viðbyggingu


Deildu ţessari frétt

AĐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útbođ vegna verkfrćđihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaţjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferđaröryggistefna í kynningu

Skipulagssviđ / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag viđ Ţorbjörn - auglýsing

Skipulagssviđ / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóđarúthlutanir

Skipulagssviđ / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssviđ / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útbođ: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um ađalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beđiđ eftir varahlutum