Á föstudaginn síðasta fóru fulltrúar Lionsklúbbs Grindavíkur með góðar gjafir í Víðihlíð. Klúbburinn afhenti hjúkrunarheimilinu Víðihlíð þrjá "ketti" sem geta nýst við að létta heimilismönnum lífið í framtíðinni. Sannarlega skemmtileg gjöf og ólíklegt að einhver fái ofnæmi fyrir þessum kisum. Að sögn formanns Lionsklúbbs Grindavíkur, Halldórs Karls Hermannssonar, er um að ræða mjög sniðuga ketti sem séu nánast eins og lifandi kettir, mala og teygja úr sér. Hægt er að skoða betur starf Lionsklúbbs Grindavíkur hér.