Námskeið um uppeldi barna með ADHD

  • Fréttir
  • 31. október 2019

Námskeiðið er fyrir foreldra barna á aldrinum 5-12 sem hafa hamlandi einkenni ofvirkni og/eða athyglisbrests (ADHD), hvort heldur sem formleg greining hefur farið fram eða ekki. 


Tilgangur námskeiðsins er annars vegar að fræða foreldra um áhrif ADHD á tilveru barna og hins vegar að hjálpa foreldrum að tileinka sér uppeldisaðferðir sem henta börnum með einkenni ADHD. Markmiðið er að foreldrar læri hagnýtar og sannreyndar aðferðir sem nýtast þeim til lengri tíma. Tímarnir byggja ofan á þeim fyrri og því mikilvægt að gera ráð fyrir að sækja alla tímana og helst báðir foreldrar til að auka samræmi í uppeldisaðferðum. 


Fyrirkomulag: Námskeiðið er samtals 12 stundir. Það hefst mánudaginn 11. nóvember  og fyrstu 5 tímarnir eru vikulega, en síðan líða fjórar vikur fyrir lokatímann 6. janúar. Hver tími er 2 klukkustundir.


Tími og staðsetning: Mánudagar kl. 17-19 í fundarsal bæjarstjórnar. 
Leiðbeinendur: Ingibjörg María Guðmundsdóttir sálfræðingur og Thelma Björk Guðbjörnsdóttir félagsráðgjafi
Skráning: Fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið ingamaria@grindavik.is og þá fá foreldrar spurningalista til að svara og senda til baka sem skráningu. Skráningafrestur er til 7. nóvember 2019.

Kostnaður: 10.000 kr á fjölskyldu. Námskeiðsgögn innifalin.

Yfirlit innihalds
Tími 1     Einkenni og áhrif ADHD á hegðun barna og samspil þessa við umhverfið. Orsakir óhlýðni og þróun samskipta í fjölskyldum. Grunnatriði atferlismótunar.
Tími 2    Uppeldisfærni og bjargráð foreldra, lykilatriði í uppeldi barna með ADHD, að veita æskilegri hegðun athygli og nota jákvæða athygli markvisst til kennslu. 
Tími 3     Daglegt skipulag, rammi, rútína og reglur. Að gefa skýr fyrirmæli og ýta undir hlýðni, góða hegðun, sjálfstæði og sjálfsaga. 
Tími 4     Kynning á mismunandi umbunarkerfum; notkun, fyrirkomulag og framkvæmd. Val markhegðunar og umbunar.
Tími 5     Viðurlög við óæskilegri hegðun, mismunandi leiðir. Að taka á hegðun utan heimilis, sjá fyrir mögulega erfiðleika og skipuleggja fyrirbyggjandi aðgerðir og viðbrögð. 
Tími 6    Skipulag til framtíðar, hvað á að gera ef hegðun barns versnar, þarf einhverju að breyta í núverandi aðgerðum? Niðurstöður matslista, ráðgjöf, endurgjöf og útskrift.  

 


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum