Leikskólinn Laut í heimsókn í tónlistarskólanum

  • Tónlistaskólafréttir
  • 22. október 2019

Þann 17. - og 18. október sl. fékk tónlistarskólinn ánægjulega heimsókn frá leikskólanum Laut. Tilgangur heimsóknarinnar er að börnin fái að kynnast hinum ýmsu hljóðfærum auk þess sem þau þekki húsnæði og reglur tónlistarskólans. Hljóðfærin sem þau kynntust að þessu sinni voru gítar, píanó, þverflauta, trompet, trommur og fiðla auk þess sem þau litu inn í söngtíma. Þegar búið var að kynna hvert hljóðfæri fyrir sig fengu börnin að spreyta sig. Þeir sem höfðu áhuga á að prófa hljóðfærin fengu það en margir voru að prófa í fyrsta skiptið. Um var að ræða flottan hóp frá leikskólanum Laut sem gaman var að fá í heimsókn.

Fleiri ljósmyndir má finna hér: https://m.facebook.com/Tónlistarskólinn-Í-Grindav%C3%ADk-856143224474016/


 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir