Blái herinn naut ađstođar ţyrlu gćslunnar í Húshólma

  • Fréttir
  • 17. október 2019

Blái herinn fékk liðsauka frá Póllandi og Landhelgisgæslunni í dag þegar fullir sekkir af drasli voru hífðir upp í gáma neðan úr fjörunni við Húshólma. Þeir sem höfðu safnað í sekkina í sumar, komu og kláruðu verkefnið í dag. 

Síðla sumars sögðum við frá því hér á heimasíðunni að nokkrir pólskir menn tóku að sér að hreinsa fjöruna við Húshólma. Þetta var að þeirra frumkvæði og af hugsjón og umhyggju við náttúruna. Þeir gátu ekki hugsað sér að horfa upp á draslið án þess að gera nokkuð. 

Þeim höfðu samband við Bláa herinn sem aðstoðaði þá við að fá sekki og annað sem til þurfti svo hreinsa mætti svæðið. 

En þar sem sekkirnir liggja niðri við föruna, töluvert langt frá veginum hafði Tómas Knútsson, hjá Bláa hernum samband við Landhelgisgæsluna. Það var auðvitað sjálfsagt mál að fá aðstoð þeirra og í dag voru 17 sekkir eða rúmlega 1200 kíló flutt á brott af svæðinu sem er gríðarlega sögulegt hér á Reykjanesinu. 

Tómas Knútsson birti í kjölfarið á vinnunni eftirfarandi færslu á Facebook síðu sinni ásamt myndum:

"Verkefni dagsins var að sækja 17 sekki troðfulla af fjörurusli sem nokkrir Pólverjar höfðu fyllt í nokkrum ferðum í Húshólma í landi Grindavíkur. Hreinsum Ísland -Gerum þetta saman verkefnið var þarna í sinni fullkomnu mynd, kærar þakkir Landhelgisgæsla okkar landsmanna, Davíð Sigurþórsson, Grindavíkurbær, HP Gámar og samvinna Póllands og Íslands. Rúmlega 1200 kg. viktaði þetta og það tók eina klukkustund að ferja sekkina í gáminn í 5 ferðum."

Vel gert!

Vaskir menn frá Póllandi sem hafa unnið gríðarlega gott starf við Húshólma

Hér má sjá þyrluna fljúga í burtu með stútfullan sekk af drasli

 


Deildu ţessari frétt