Umsögn: Deiliskipulag fyrir iðnaðar- og hafnarsvæði við Eyjabakka

  • Fréttir
  • 4. október 2019

Grindavíkurbær hefur ákveðið að gera deiliskipulag á iðnaðarsvæði- og hafnarsvæði á Hópsnesi í Grindavík. 

Á 496. fundi bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar þann 28. maí sl. var skipulags- og matslýsing vegna deiliskipulagsins samþykkt og jafnframt að lýsingin yrði kynnt í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Lýsingin er unnin í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gr. 5.2.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og 2. mgr. 6. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.
 

Hér er sett fram skipulags- og matslýsing fyrir deiliskipulag á iðnaðar- og hafnarsvæði á Hópsnesi í Grindavík.


Svæðið sem lýsingin nær til er iðnaðarsvæði i3 og svæði undir hafnsækna starfsemi við Eyjabakka skv. aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2010-2030.  
Grindavíkurbær hefur á síðastliðnum árum unnið skipulag fyrir iðnaðar- og hafnarsvæði í bænum í þeim tilgangi að setja ramma um starfsemi á svæðunum, vöxt þeirra og viðhald. Unnið hefur verið með það að leiðarljósi að bæta aðstöðu fyrir hafnarstarfsemi og annan iðnað og tryggja örugg vinnusvæði og stýra umferð. Hluti svæðisins hefur þegar verið skipulagður og mun deiliskipulag iðnaðarsvæðis við Eyjabakka falla úr gildi þegar nýtt skipulag hefur tekið gildi.  


Svæðið sem nú er fyrirhugað að skipuleggja er afmarkað með appelsínugulri brotalínu á mynd 1. Um er að ræða um 60 ha á landi en í heildina er skipulagssvæðið um 72 ha með sjó og hafnargörðum.   

Gefinn er frestur til og með 24 október til að skila inn umsögn.  
Svæðið er í eigu Grindavíkurbæjar.  

Hér  má sjá Skipulags- og matslýsinguna í heild sinni. 
 

 


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Skipulagssvið / 21. desember 2020

Aðalskipulag Grindavíkur 2018-2032

Fréttir / 25. nóvember 2020

Viðhald gatnalýsingar í Grindavík

Höfnin / 17. nóvember 2020

Grindavíkurhöfn

Skipulagssvið / 23. október 2020

Óskað eftir tilboðum í göngu- og hjólastíg

Skipulagssvið / 14. september 2020

Nafnasamkeppni

Skipulagssvið / 21. ágúst 2020

Deiliskipulag norðan Hópsbrautar

Fréttir / 16. júní 2020

Hverfisskipulag í kynningu

Fréttir / 22. maí 2020

Rafræn umsókn um garðslátt

Fréttir / 15. maí 2020

Laus störf hjá Grindavíkurbæ

Skipulagssvið / 4. mars 2020

Lausar lóðir

Tónlistaskólafréttir / 25. febrúar 2020

Starfsdagur í tónlistarskólanum 26. febrúar

Fréttir / 22. janúar 2020

PMTO námskeið vor 2020

Fréttir / 26. nóvember 2019

Jólaaðstoð félagasamtaka í Grindavík

Fréttir / 19. nóvember 2019

Nýr leikskóli: Kynning á hönnun