Flamenco einleikur á Fish House

  • Tónleikar
  • 4. apríl 2019

Reynir Hauksson gítarleikari kemur fram á Fish House, Grindavík þriðjudaginn 9. apríl. Á efnisskránni verða þekkt verk úr heimi Flamenco tónlistar í bland við eigin tónsmíðar.

Reynir býr í Granada, Spáni og starfar þar sem Flamenco gítarleikari. Reynir hefur stundað það síðustu ár að halda eina einleikstónleikaferð um Ísland ár hvert til að kynna þetta magnaða listform fyrir Íslendinga.

Tónleikar hefjast klukkan 20:30 og standa í rúman klukkutíma með hléi.

Tónleikarnir eru liður í tónleikaferð hans um landið en Reynir kemur fram á eftirfarandi stöðum:
Hvanneyri Pub - 2. apríl
Vinaminni, Akranesi - 3. apríl
Vatnasafnið, Stykkishólmi - 4. apríl
Hvannesarholt - 5. apríl
Tryggvaskáli, Selfossi - 6. apríl
Reykholtskirkja - 8. apríl
Fish House, Grindavík - 9. apríl

Hægt er að nálgast miða hér. 


Deildu ţessari frétt