Verndarsvæði í Þórkötlustaðahverfi

  • Skipulagssvið
  • 6. mars 2019

Bæjarstjórn Grindvíkurbæjar samþykkti á fundi sínum þann 30. nóvember 2018 að leggja fram tillögu að verndarsvæði í byggð innan Þórkötlustaðahverfis í Grindavík til mennta- og menningarmálaráðherra, sbr. 4. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. 


Svæðið sem um ræðir er um 50 ha að stærð og nær yfir túnastæði Þórkötlustaða eins og áætlað er að það hafi verið stærst. Svæðið er austast innan skilgreinds þéttbýlis Grindavíkurbæjar skv. aðalskipulagi sveitarfélagsins og afmarkast af Austurvegi til norðurs, af túnmörkum og hlöðnum túngörðum við Slokahraun til austurs, strandlengju Þórkötlustaðabótar til suðurs og við Kóngahraun við Þórkötlustaðanes til vesturs.

Tillagan fjallar um verndargildi byggðarinnar í hverfinu en ljóst er að menningarminjar í Þórkötlustaðahverfi hafa varðveist vel og í þeim fólgin löng saga svæðisins.
Tillagan ásamt viðaukum liggur frammi á bæjarskrifstofu Grindvíkurbæjar, Víkurbraut 62, 240 Grindavík, frá 30. janúar 2019 til og með 13. mars 2019.


Þeir sem vilja er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með 13. mars 2019. Senda skal skriflegar athugasemdir til Sigurðar Ólafssonar, sviðstjóra skipulags- og umhverfissviðs eða á netfangið sigurdur@grindavik.is.

Íbúafundur verður í Kvikunni þann 13. febrúar 2019 kl. 17:30, þar sem tillagan verður kynnt og íbúum gefinn kostur á að koma með fyrirspurnir og ábendingar.  

Verndarsvæði í byggð

Fornleifar í Þórkötlustaðahverfi

Húsakönnun í Þórkötlustaðahverfi

 


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Höfnin / 18. janúar 2021

Vinna við nýju innsiglingabaujuna

Skipulagssvið / 21. desember 2020

Aðalskipulag Grindavíkur 2018-2032

Fréttir / 25. nóvember 2020

Viðhald gatnalýsingar í Grindavík

Höfnin / 17. nóvember 2020

Grindavíkurhöfn

Skipulagssvið / 23. október 2020

Óskað eftir tilboðum í göngu- og hjólastíg

Skipulagssvið / 14. september 2020

Nafnasamkeppni

Skipulagssvið / 21. ágúst 2020

Deiliskipulag norðan Hópsbrautar

Fréttir / 16. júní 2020

Hverfisskipulag í kynningu

Fréttir / 22. maí 2020

Rafræn umsókn um garðslátt

Fréttir / 15. maí 2020

Laus störf hjá Grindavíkurbæ

Skipulagssvið / 4. mars 2020

Lausar lóðir

Tónlistaskólafréttir / 25. febrúar 2020

Starfsdagur í tónlistarskólanum 26. febrúar

Fréttir / 22. janúar 2020

PMTO námskeið vor 2020

Fréttir / 26. nóvember 2019

Jólaaðstoð félagasamtaka í Grindavík