Vörđur og Áskell seldir. Ný skip vćntanleg

  • Fréttir
  • 28. desember 2018

Búið er að selja Vörð EA-748 og Áskel EA-749 til fyrirtækisins Fisk Seafood ehf. Gengið var frá kaupunum í dag en bæði skipin voru í eigu Gjögurs hf. á Grenivík en þau voru gerð út frá Grindavík og margir heimamenn í báðum áhöfnum. Fisk Seafood keypti einnig tæplega 660 tonn af aflaheimildum Gjögurs. Þetta kemur fram á vefsíðunni Feykir.is. Skipin verða afhent í lok júlí á næsta ári og þá fær Gjögur tvö ný skip til afhendingar. 

Töluverð endurnýjun er í fiskiskipaflota landsins en hér má sjá tölvuteikningu af skipunum sem í smíðum eru fyrir Gjögur. Skipin verða um 28,95 metrar á lengd og 12 metrar á breidd.  Í skipunum verða tvær aðalvélar með tveimur skrúfum.  Ný kynslóð rafmagnsspila verður í skipunum frá Seaonics. Íbúðir fyrir 13 manns verða í þeim og munu taka um 80 tonn af fiski í lest eða um 244 kör, 460 lítra.

Mynd: Vörður EA-748 / Kristín María Birgisdóttir

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. janúar 2021

Gym heilsa opnar aftur í dag 18. janúar

Fréttir / 14. janúar 2021

Rökkurró í Grindavík

Fréttir / 11. janúar 2021

Útveggir viđbyggingar Hópsskóla rísa

Fréttir / 5. janúar 2021

Ađstođarmatráđur óskast í Miđgarđ

Fréttir / 2. janúar 2021

Hreinsum upp flugeldarusl

Fréttir / 2. janúar 2021

5. flokkur karla í knattspyrnu heiđrađur

Fréttir / 31. desember 2020

Matthías Örn: Kastar á hverjum degi