Bjarni Ólason Grindvíkingur ársins 2018

  • Fréttir
  • 27. desember 2018

Bjarni Ólason eða Bibbinn eins og hann er oft kallaður hefur verið valinn Grindvíkingur ársins 2018 fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagasamtök í Grindavík. Bjarni fékk flestar tilnefningar og var valnefndin sammála um að Bjarni væri mjög vel að þessari nafnbót kominn.  Tilgangurinn með nafnbótinni Grindvíkingur ársins er að þakka íbúum í Grindavík fyrir þeirra framlag til þess að gera góðan bæ betri, m.a. með fyrirmyndar háttsemi eða atferli. Til greina koma þeir sem unnið hafa óeigingjarnt starf á undanförnum árum og haft jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt.


Hér má sjá nokkrar umsagnir um Bjarna sem fylgdu þeim tilnefningum sem bárust:
•    Bjarni er alltaf boðinn og búinn þegar til hans er leitað. Hvort heldur sem það er að elda ofan í fjöldann allan af gestum eða bara að rétta fram hjálparhönd ef á þarf að halda. 
•    Bjarni hefur lagt sig allan fram í þágu okkar Grindvíkinga og er hann því vel að titlinum kominn.
•    Bjarni er maður sem er búinn að búa til peninga fyrir bæði körfubolta- og knattspyrnudeildirnar í fjölda mörg ár. Skiptin sem hann er búinn að elda mat fyrir þessar deildir eru svo mörg að það er ekki hægt að telja þau skipti. Hann er búinn að sjá um lokahófin, þorrablótin og Baccalo-veislurnar, þar sem hundruð manna borða á sig gat. Fyrir utan allar þessar veislur hefur hann í gegnum tíðina hjálpað hinum og þessum til við minni veislur, án þess að þiggja fyrir það greiðslu. 
•    Milljónirnar sem hann hefur hjálpað deildunum að búa til eru orðnar mjög margar. Það eru menn eins og Bjarni sem gera þeim sem reka íþróttadeildir auðveldara fyrir. Bjarni er afar vel að þessari nafnbót kominn.  
•    Bjarni hefur unnið ótrúlega mikið óeigingjarnt sjálfboðaliðastarf fyrir ótal félagasamtök í Grindavík. Alltaf boðinn og búinn að elda mat fyrir alla sem til hans leita og löngu tímabært að heiðra hann fyrir hans frábæra starf. 

Bjarni er giftur Valdísi Ingu Kristindóttur, kennara. Börn þeirra eru Rósa Kristín og Óli Baldur. Valdís og Bjarni eiga fjögur barnabörn og það fimmta er væntanlegt á nýju ári. 
Viðurkenningin verður afhent formlega á Þrettándagleðinni 6. janúar næstkomandi. 

Við óskum Bjarna innilega til hamingju með nafnbótina og hvetjum bæjarbúa auðvitað til að fjölmenna á Þrettándagleðina á nýju ári!

Bjarni með eiginkonu sinni Valdísi og barnabörnum á góðri stundu


Grindvíkingur ársins: 
2009 Davíð Arthur Friðriksson og Sigurður Halldórsson
2010 Ásta Birna Ólafsdóttir
2011 Matthías Grindvík Guðmundsson
2012 Útsvarslið Grindavíkur; Agnar Steinarsson, Daníel Pálmason og Margrét Pálsdóttir
2013 Otti Sigmarsson
2014 Alexander Birgir Björnsson og fjölskylda
2015 Þorgerður Elíasdóttir
2016 Margrét S. Sigurðardóttir
2017 Arnar Már Ólafsson
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 18. janúar 2021

Gym heilsa opnar aftur í dag 18. janúar

Fréttir / 14. janúar 2021

Rökkurró í Grindavík

Fréttir / 11. janúar 2021

Útveggir viđbyggingar Hópsskóla rísa

Fréttir / 5. janúar 2021

Ađstođarmatráđur óskast í Miđgarđ

Fréttir / 2. janúar 2021

Hreinsum upp flugeldarusl

Fréttir / 2. janúar 2021

5. flokkur karla í knattspyrnu heiđrađur

Fréttir / 31. desember 2020

Matthías Örn: Kastar á hverjum degi