Upplýsinga- og markaðsfulltrúi óskast til starfa hjá Grindavíkurbæ
Grindavíkurbær óskar eftir að ráða upplýsinga- og markaðsfulltrúa til starfa. Um er að ræða 100% starf.
Upplýsinga- og markaðsfulltrúi ber ábyrgð á innri og ytri upplýsinga- og markaðsmálum Grindavíkurbæjar, þar með talið ferðamálum. Hann hefur umsjón með vef bæjarins www.grindavik.is, gerð og útgáfu kynningarefnis og sér um textagerð því tengdu. Tekur þátt í stefnumótun upplýsinga- og markaðs- og ferðamála og er tengiliður Grindavíkurbæjar við hagsmunaaðila og stofnanir því tengdu. Upplýsinga- og markaðsfulltrúi starfar með umhverfis- og ferðamálanefnd.
Helstu verkefni:
• Umsjón með vef Grindavíkurbæjar, innri vef starfsmanna, innra fréttaritinu Þórkötlu og fréttabréfinu Járngerði.
• Umsjón með tjaldsvæði Grindavíkurbæjar
• Umsjón með Kvikunni
• Fjárhagsleg ábyrgð á rekstri upplýsinga- og markaðsmála
• Tekur þátt í uppbyggingu rafrænnar stjórnsýslu, innleiðingu upplýsingakerfa og hugbúnaðar, þróun verklags og verkferla
Menntun, reynsla og hæfniskröfur:
• Háskólapróf sem nýtist í starfi.
• Starfsreynsla af upplýsinga-, markaðs- og ferðamálum
• Reynsla og þekking á málefnum sveitarfélaga er kostur
• Reynsla og þekking á rekstri og verkefnastjórnun er kostur
• Góð þekking á notkun samfélagsmiðla er æskileg.
• Sjálfstæði í vinnubrögðum
• Geta til að sýna frumkvæði og rík skipulagshæfni
• Framúrskarandi tölvukunnátta
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Góð kunnátta í íslensku í ræðu og riti
• Hæfni til að miðla flóknum upplýsingum á einfaldan hátt í töluðu og rituðu máli
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Nánari upplýsingar um starfið gefur Jón Þórisson í síma 420-1103 eða í tölvupósti jont@grindavik.is.
Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsferil skal skilað rafrænt á netfangið jont@grindavik.is Umsóknarfrestur er til og með 16. nóvember 2018.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Jón Þórisson
sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs