Grindavíkurbær auglýsir stöðu byggingarfulltrúa lausa til umsóknar. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í vaxandi bæjarfélagi. Leitað er að öflugum einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Starfshlutfall er 100%. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til þess að sækja um starfið.
Helstu verkefni:
• Byggingareftirlit og umsjón með byggingarmálum bæjarins
• Ráðgjöf er varðar byggingarmál ásamt afgreiðslu á lóða - og leyfisumsóknum
• Umsjón með framkvæmdum sveitarfélagsins
• Framkvæmd úttekta og útgáfa leyfa ásamt staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga
• Samskipti við hagsmunaaðila
• Veitustjóri vatns- og fráveitu
• Yfirferð og samþykkt reikninga
• Áætlanagerðir
• Önnur verkefni sem viðkomandi er falið af sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, þá helst verkefni er lúta að byggingarmálum
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Tæknimenntun á háskólastigi og löggildingu sem hönnuður skv. 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010
• Þekking á lagnakerfum og lagnateikningum
• Æskilegt er að viðkomandi hafi góða þekkingu og reynslu á sviði byggingarmála
• Góð tölvukunnátta
• Mikil samskipta- og samstarfshæfni ásamt frumkvæði og öguðum vinnubrögðum í starfi
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Ólafsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, í síma 420 1100 og með tölvupósti til sigurdur@grindavik.is Umsóknarfrestur er til og með 22. október nk. og skulu umsóknir sendar á framangreint netfang eða berast bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62, 240 Grindavík, merkt „Byggingarfulltrúi – umsókn“. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið