Lausar eru stöður stuðningsfulltra í Skólaselinu við Grunnskóla Grindavíkur. Skólaselið er frístundaúrræði fyrir börn í 1.-3.bekk. Vinnutími er frá kl. 13:00 – 15:00/16:00. Mikilvægt er að umsækjendur hafi góða hæfni í samskiptum og hafi áhuga og ánægju af að umgangast börn. Upplýsingar um Skólaselið er að finna á heimasíðu skólans.
Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um starfið.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Suðurnesja eða Verkalýðsfélagi Grindavíkur.
Umsóknir skulu berast Grunnskóla Grindavíkur Ásabraut 2, 240 Grindavík eða sendist á netfangið gudbjorgms@grindavik.is
Nánari upplýsingar veita Sigurbjög Guðmundsdóttir forstöðumaður Skólasels og Guðbjörg M. Sveinsdóttir skólastjóri í síma 420-1200.