Nemenda- og Ţrumuráđ

  • Ţruman
  • 16. nóvember 2020

Nemenda- og Þrumuráð Grindavíkur 2020/2021
Þrumuráðsmeðlimir senda inn umsóknir og eru kosnir af samnemendum til að gegna starfinu eftir bestu getu. Meðlimir eru fyrirmyndir annarra unglinga bæði í skólanum og Þrumunni.

10. bekkur
Hjörtur Jónas Klemensson - Formaður
Andri Daði Rúriksson - Gjaldkeri
Kolbrún Richardsdóttir - Skólaráð
Telma Albertsdóttir

9. bekkur
Emilía Ósk Jóhannesdóttir - Vara formaður
Tómas Breki Bjarnason - Skólaráð
Einar Snær Björnsson
Arna Lind Kristinsdóttir
Magnús Máni Magnússon

8. bekkur
Helga Rut Einarsdóttir
Rakel Vilhjálmsdóttir
Ólöf María Bergvinsdóttir

7. bekkur
Arnar Eyfjörð Jóhannsson
Auður Líf Benediktsdóttir


Hvað þýðir að vera í nemenda- og Þrumuráði?

Nemenda- og Þrumuráðið sér um að skipuleggja starfsemi Þrumunnar að stórum hluta. Þau hittast einu sinni í viku og funda saman um starfsemina ásamt forstöðumanni Þrumunnar. Þar eru þau hvött til frumkvæðis og virkrar þátttöku. Þar eru höfð í huga félags-, forvarna-, uppeldis- og menntunarleg gildi og miðað er að því að auka mannkosti og lýðræðisvitund meðlima. Markmiðið er að þjálfa unglinga í að taka sjálfstæðar ákvarðanir byggðar á þeirra eigin skoðunum og eigin forsendum. Þruman er fyrst og fremst staður fyrir unglinga og því mikilvægt að þeir taki þátt í stjórnun hennar.

Nemenda- og Þrumuráðið leggur hart að sér að gera félagsstarfið sem best og það fer mikil vinna í að undirbúa alla þá flottu starfsemi. Þau fjárafla til dæmis mest alla sína starfsemi með því að halda ýmsa viðburði og annað á vegum Þrumunnar. Nemenda- og Þrumuráðið fær góða reynslu í viðburðastjórnun þar sem þau halda utan um stóra sem smáa viðburði. Innan nemenda- og Þrumuráðsins eru önnur ráð, til dæmis: Markaðsráð sem sér um að hafa samband við fyrirtæki, tónlistarmenn og annað skipulag. Tækniráð sér um allan tækjabúnað í Þrumunni og á viðburðum. Fjölmiðlanefnd sér um að auglýsa viðburði og starfsemi á vegum Þrumunnar. Frumkvöðlanefnd sér um að skipuleggja hvernig Þruman lítur út og kanna hvaða tæki og tól vantar, ásamt því að skipuleggja draugahúsið vinsæla sem Þruman hefur verið að halda í kringum Halloween. Að lokum erum við með sjoppunefnd sem sér um allan rekstur Þrumusjoppunnar, innkaup og annað því tengt.

Hlutverk nemenda- og Þrumuráðs er því að vera ávallt vakandi fyrir þörfum samfélagsins og finna á hvaða hátt félagsmiðstöðin getur sinnt þeim og verið virkt afl í þróun frístundamála í Grindavík.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR