Heimaþjónustan í Miðgarði auglýsir eftir starfsmanni í 50% starfshlutfall. Starfið felst í félagslegri heimaþjónustu, s.s. almennum heimilisþrifum, innlitum og öðrum tilfallandi verkefnum.
Leitað er að einstaklingi 20 ára og eldri sem hefur;
- ríka þjónustulund
- góða skipulagshæfileika, geta unnið sjálfstætt og haft frumkvæði,
- góða hæfni í mannlegum samskiptum
- mikla ábyrgðartilfinningu
- grunnþekkingu í almennri tölvunotkun
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefanía Jónsdóttir forstöðumaður í síma 426 8014, netfang: stefania@grindavik.is. Umsókn um starfið skal send á sama netfang.
Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst 2018