Grindavík er 3.360 manna bær sem hefur vaxið hratt í seinni tíð. Íbúafjölgunin er um 20% undanfarin 10 ár. Grindavík er einn öflugasti útgerðarbær landsins með kraftmiklum og vel reknum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum. Ferðamönnum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár í takt við aukna ferðaþjónustu og Bláa Lónið, fjölsóttasti ferðamannastaður landsins, er í anddyri bæjarins. Grindavík leggur áherslu á fjölskyldugildi, er einn öflugasti íþróttabær landsins með niðurgreiddum skólamat og hagstæð leikskólagjöld. Grindavík er landmikið bæjarfélag, náttúrufegurð er mikil, stutt í margrómaðar gönguferðir, fuglalíf mikið í klettum meðfram ströndinni við Reykjanestá, og góður 18 holu golfvöllur í skemmtilegu umhverfi við sjóinn.
Leitað er að öflugum og framsýnum bæjarstjóra til starfa hjá ört vaxandi bæjarfélagi. Sóknarfærin eru mörg og framundan er áfamhaldandi uppbygging á ýmsum sviðum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
• Ábyrgð á stefnumótun og áætlanagerð
• Ábyrgð á og stjórnun daglegs reksturs
• Samskipti við hagsmunaaðila
• Framkvæmd á ákvörðun bæjarstjórnar
• Þátttaka í uppbyggingu samfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Þekking og reynsla af fjármálum, stjórnun og rekstri skilyrði
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga, er kostur
• Reynsla af vinnu við og eftirfyglni stefnumótunar
• Leiðtogahæfileikar
• Stefnumótandi hugsun og áhugi á uppbyggingu samfélagsins
• Frumkvæði og metnaður
• Framúrskarandi samskiptahæfileikar
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is.
Umsóknarfrestur er til og með 11. júlí n.k.
Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir, netfang: katrin@hagvangur.is.
Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.