Leikskólinn Laut óskar eftir matráði í 100% stöðu frá og með 14. ágúst. Leikskólinn Laut er fimm deilda leikskóli. Laut er Grænfánaleikskóli og starfar eftir Uppbyggingarstefnunni. Grunngildi leikskólans eru gleði,hlýja og virðing.
Hæfniskröfur:
• Þekking á gerð matseðla og samsetningu fæðis fyrir börn frá 18 mánaða aldri til 6 ára samkvæmt viðmiðum Manneldisráðs.
• Frumkvæðni og skipulagshæfni við innkaup og vörustjórnun.
• Menntun sem nýtist í starfi og reynsla af störfum í mötuneyti æskileg.
• Áhugi á að vinna á líflegum og skemmtilegum vinnustað.
• Jákvæði í mannlegum samskiptum.
Starfið hentar karlmönnum jafnt sem konum.
Matráður starfar samkvæmt starfslýsingu matráðs í Laut undir stjórn leikskólastjóra.
Laun samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags.
Upplýsingar um starfið gefur Fríða Egilsdóttir leikskólastjóri í síma 420-1160 og 847-9859
Umsóknarfrestur er til 1. júlí.
Umsókn sendist á netfangið frida@grindavik.is