Félagsþjónustu- og fræðslusvið Grindavíkurbæjar býður upp á PMTO foreldranámskeið. Um er að ræða 14 vikna hópþjálfun þar sem 10-16 foreldrar fá ráðgjöf frá PMTO meðferðaraðila á vikulegum 1,5 klst fundum og vinna verkefni heima á milli funda. Þjálfunin hefst í um miðjan febrúar og lýkur í byrjun maí. Hún fer fram í fundarsal bæjarskrifstofu á mánudögum kl. 19-20:30.
Kostnaður á fjölskyldu er 12.500 kr. Lagt er upp úr samvinnu foreldra og því áhersla á að báðir foreldrar mæti ef það er mögulegt. Kennarar eru Thelma Björk Guðbjörnsdóttir og Ingibjörg María Guðmundsdóttir PMTO meðferðaraðilar. Nánari upplýsingar og skráning hjá Ingibjörgu í síma 420-1100 eða netfang ingamaria@grindavik.is fyrir 6. febrúar nk.
Rafrænt umsóknareyðublað má finna hér.