Ungir og efnilegir íţróttakappar fengu hvatningarverđlaun UMFG á gamlársdag

  • Íţróttafréttir
  • 9. janúar 2018

Áður en tilkynnt var um val á íþróttafólki ársins 2017 fengu ellefu efnileg ungmenni hvatningarverðlaun frá sínum deildum innan UMFG. Hér að neðan fylgja myndir af þessu flotta fólki ásamt umsögnum, en ef eitthvað er að marka þessi glæsilegu ummæli eru þetta einstaklingar sem eiga sannarlega framtíðinni fyrir sér í íþróttum.



Arna Sif Elíasdóttir fékk hvatningarverðlaun frá körfuknattleiksdeild UMFG

Arna Sif hefur alla tíð mætt mjög vel á allar æfingar og skiptir þá litlu máli hvort verið sé að tala um æfingar með liðinu sínu á veturna eða afreksæfingar á sumrin.

Arna er mikil keppnismanneskja og gefur allt sitt í leikinn. Arna er mjög duglegur og samviskusamur leikmaður. Arna hefur mikla íþróttahæfileika og ef hún heldur áfram að vera jafn dugleg að æfa, þá eru henni allir vegir færir í framtíðinni.

Jóhann Dagur Bjarnason fékk hvatningarverðlaun körfuknattleiksdeildar UMFG. Þá fékk hann einnig hvatningarverðlaun hjólareiðanefndar.

Jóhann Dagur er fyrirmyndar íþróttamaður innan sem utan vallar. Jóhann Dagur hefur verið mjög duglegur að bæta sig á síðustu árum og hefur tekið miklum framförum. Jóhann Dagur er einnig fyrirmyndar félagsmaður.

Jóhann Dagur er að aðstoðarþjálfari hjá tveimur flokkum auk þess að vera alltaf tilbúin að hjálpa til við dómgæslu og vera á ritaraborði. Það hefur verið gaman að fylgjast með Jóhanni á síðustu árum og ef hann heldur áfram á sömu braut þá eru honum allir vegir færir í framtíðinni.

Umsögn Hjólreiðanefndar:

Jóhann Dagur Bjarnason er íþróttamaður fram í fingurgóma. Ekki aðeins hefur hann verið valinn í úrtökuhóp ungmennalandsliða í körfubolta auk þess að spila fantavel með liði Grindavíkur, heldur var hann auk þess varamaður í liði Grunnskóla Grindavíkur í Skólahreysti og hjólaði með liði Hjólakrafts hringinn um Ísland í WOW Cyclothon. Þess utan gerði hann sér lítið fyrir og sigraði nokkrar hjólakeppnir í sínum aldursflokki og komst á verðlaunapall í öðrum. Jóhann Dagur er vel að þessari tilnefningu kominn.



Pálmi Þrastarson fékk hvatningarverðlaun Brimfaxa

Pálmi er duglegur og efnilegur knapi sem á framtíðina fyrir sér í hestaíþróttum. Hann er virkur í félagsstarfi, alltaf jákvæður og brosandi.

Hann var í 2 sæti í unglingaflokk á smalakeppni Brimfaxa 2017 og nú á haustönn er hann í þriðja skipti í hestamennsku sem valfag í Grunnskóla Grindavíkur.

Þórdís Steinþórsdóttir fékk hvatningarverðlaun sunddeildar UMFG

Þórdís sinnir sínu vel. Klárar æfingar með góðri samvisku og hvetur liðsfélaga sína áfram. Hún er metnaðarfull, með jákvæðni að vopni. Hún er stór partur af félagslegu hliðinni.
Hún Þórdís á eftir að ná langt.

Ernir Erlingsson fékk hvatningarverðlaun sunddeildar UMFG

Ernir er mjög metnaðarfullur einstaklingur sem leggur áherslu á að klára æfingarnar vel og rétt.
Hann er góð fyrirmynd og mikilvægur hlekkur í félagslegu hlið sundsins.
Hann Ernir á eftir að ná langt.

Katrín Lilja Ármannsdóttir fékk hvatningarverðlaun knattspyrnudeildar UMFG

Katrín er metnaðarfullur leikmaður sem stundar sína íþrótt af miklu kappi og mætir á allar æfingar með bros á vör og ætlar sér alltaf að gera sitt besta í því sem hún tekur sér fyrir. Með því hugarfari mun hún ná langt með sama áframhaldi.

Katrín tekur virkan þátt í starfi félagsins og þrátt fyrir ungan aldur er hún einnig farin að leiðbeina yngri iðkenndum sem aðstoðarkona í þjálfun.

Þó hún sé ung að aldri er hún frábær fyrirmynd fyrir aðra iðkenndur félagsins

Ásgeir Þór Elmarsson fékk hvatningarverðlaun knattspyrnudeildar UMFG

Ásgeir er mjög áhugasamur og duglegur iðkandi. Hann mætir alltaf á allar æfingar og einnig stundað þær aukaæfingar sem félagið hefur boðið upp á til að bæta sinn leik. Ásgeir Þór er lærdómsfús leikmaður og er alltaf tilbúinn að hlusta á leiðsögn, margir ungir iðkendur mættu taka sér það til fyrirmyndar því það er leiðin að árangri.

Hann hefur þroskast á afar jákvæðan hátt og sýnir aukið sjálfstæði og hefur sýnt miklar framfarir á öllum sviðum. Ásgeir Þór er einnig mikil fyrirmynd utan vallar, hann er mjög kurteis, kemur vel fram og er félagi sínu til mikils sóma.

Jón Fannar Sigurðsson fékk hvatningarverðalun Golfklúbbs Grindavíkur

Jón Fannar er einbeittur og áhugasamur á æfingum. Hann hefur tekið miklum framförum og vonandi fer hann að keppa á unglingamótum GSÍ á næsta ári fyrir hönd Golfklúbbs Grindavíkur.

Tveir iðkendur til viðbótar fengu einnig hvatningarverðlaun, en þau áttu ekki heimangengt á gamlársdag:

Hulda Björk Ólafsdóttir hlaut hvatningarverðlaun fimleikadeildar UMFG

Hulda Björk er útnefnd vegna áhuga og frammistöðu á æfingum. Hún er jákvæð, dugleg, áhugasöm, hjálpsöm og mikil fyrirmynd annara iðkenda hjá fimleikadeild UMFG. Hún gerir sitt besta og hvetur aðra iðkendur til að gera slíkt hið sama.

Hulda Björk er ein af efnilegustu iðkendum sem fimleikadeildin hefur haft og hefur hún alla burði til þess að ná langt í sinni íþrótt. Hún er með metnaðinn á réttum stað, alltaf tilbúin að læra nýja hluti og er óhrædd við að reyna en það er akkúrat það sem góður fimleikamaður þarf að hafa. Við hlökkum til að fylgjast með Huldu Björk í framtíðinni þar sem henni eru allir vegir færir.

Kristinn Snær Guðjónsson hlaut hvatningarverðlaun júdódeildar UMFG

Kristinn Snær er duglegur og samviskusamur iðkandi, og hefur mikinn áhuga á júdó. Hann hefur verið í vinnustaðavali síðustu tvo vetur sem aðstoðarþjálfari hjá Arnari Má hér í Grindavík.
Kristinn er ávallt reiðubúinn til þess að aðstoða á æfingum og er öðrum góð fyrirmynd.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. desember 2024

Jólabođ eldri borgara úr Grindavík

Fréttir / 2. desember 2024

Móttökustöđ Kölku lokuđ í dag

Fréttir / 2. desember 2024

Foreldranámskeiđ fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 28. nóvember 2024

Klúbbastarf Ţrumunnar fer af stađ í kvöld

Fréttir / 22. nóvember 2024

Jólasamvera Grindvíkinga

Fréttir / 18. nóvember 2024

Opinn fundur međ xD

Fréttir / 14. nóvember 2024

Vel heppnuđ opnun sundlaugarinnar á mánudag

Fréttir / 13. nóvember 2024

Ađ finna sátt og hamingju í lífsins stormum

Fréttir / 11. nóvember 2024

Meiri afli í október í ár en í fyrra

Fréttir / 11. nóvember 2024

Sundlaugin opnar á ný

Fréttir / 11. nóvember 2024

Fjölsótt samverustund ári eftir rýmingu

Nýjustu fréttir

Jólatónleikar 7. desember 2024

  • Tónlistaskólafréttir
  • 4. desember 2024

Spjall og frćđsla í mánudagskaffi

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2024

Alţingiskosningar 30. nóvember 2024

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2024

Eddi í Hópsnesi í kaffispjalli í Kvikunni

  • Fréttir
  • 26. nóvember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

  • Fréttir
  • 25. nóvember 2024

Alţingiskosningar 30. nóvember 2024

  • Fréttir
  • 15. nóvember 2024