Grindavíkurbær auglýsir forval fyrir útboð á rekstri á efnislosunarstað og landmótun fyrir jarðúrgang við Melhól í Grindavík. Verkið felur í sér m.a. að annast:
• Móttöku á efni og upptippun
• Frágang og lokafrágang árin 2019 - 2029 skv. vinnsluáætlun
• Tilfærslu á efni, landmótun og efnistöku innan svæðis
Þeir sem óska eftir því að taka þátt í forvali fyrir útboð geta óskað eftir forvalsgögnum hjá Grindavíkurbæ Víkurbraut 62, 2. hæð gegn 5.000 kr. gjaldi frá og með 1. desember 2017 til og með 8. desember 2017
Fyrirspurnartíma lýkur 12.12.2017 kl. 12:00
Svarfrestur rennur út 13.12.2017 kl. 12:00
Skilafrestur umsókna 14.12.2017, kl. 14:00
Skilastaður umsókna: Grindavíkurbær, Víkurbraut 62, 240 Grindavík
(opnunartími bæjarskrifstofu er 9:30-15:00)