Deiliskipulag: Eldisstöð á Húsatóftum í Grindavík

  • Stjórnsýsla
  • 14. nóvember 2017

Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti þann 26. september að auglýsa tillögur á deiliskipulagi skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir deiliskipulag fiskeldisstöðvar á Húsatóftum í Grindavík. Tillagan er háð lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Á lóðinni sem deiliskipulagið nær til hefur verið stafrækt fiskeldisstöð um árabil sbr. aðalskipulag Grindavíkurbæjar 2010-2030. Á uppdrætti eru byggingarreitir skilgreindir. Núverandi byggingar eru innan byggingarreits. Nýir byggingarreitir eru skilgreindir fyrir mögulega stækkun á fiskeldi og uppbyggingu á tengdri starfsemi. Tillagan er lögð fram á með uppdrætti ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu.

Deiliskipulagstillagan er til sýnis á skrifstofu Grindavíkurbæjar Víkurbraut 62, 2. hæð og á vefsíðu bæjarins. Tillagan er í kynningu frá og með 15. nóvember 2017 til og með 5. janúar 2018. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og þurfa að berast frá og með 15. nóvember 2017 og eigi síðar en 5. janúar 2018 annað hvort á bæjarskrifstofu Grindavíkur, Víkurbraut 62 eða á netfangið: armann@grindavik.is.

Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.

Fh. Grindavíkurbæjar

Ármann Halldórsson
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
armann@grindavik.is

 - Tillaga að deiliskipulagi fiskeldis á iðnarsvæði i6 í Grindavík


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum

Nýjustu fréttir

Grindvíkingar æfa í Kópavogi

  • Fréttir
  • 12. september 2024

Heitavatnslaust suðaustast í Grindavík

  • Fréttir
  • 11. september 2024

Morgunkaffi með Ásrúnu og Hjálmari

  • Fréttir
  • 10. september 2024

8. tbl. Grindvíkings komið út

  • Fréttir
  • 8. september 2024

Kvikan opnar að nýju

  • Fréttir
  • 4. september 2024

Grindavíkurdætur og glæpakviss

  • Fréttir
  • 3. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komið út

  • Fréttir
  • 2. september 2024