Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti þann 26. september að auglýsa tillögur á deiliskipulagi skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir deiliskipulag fiskeldisstöðvar á Húsatóftum í Grindavík. Tillagan er háð lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Á lóðinni sem deiliskipulagið nær til hefur verið stafrækt fiskeldisstöð um árabil sbr. aðalskipulag Grindavíkurbæjar 2010-2030. Á uppdrætti eru byggingarreitir skilgreindir. Núverandi byggingar eru innan byggingarreits. Nýir byggingarreitir eru skilgreindir fyrir mögulega stækkun á fiskeldi og uppbyggingu á tengdri starfsemi. Tillagan er lögð fram á með uppdrætti ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu.
Deiliskipulagstillagan er til sýnis á skrifstofu Grindavíkurbæjar Víkurbraut 62, 2. hæð og á vefsíðu bæjarins. Tillagan er í kynningu frá og með 15. nóvember 2017 til og með 5. janúar 2018. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og þurfa að berast frá og með 15. nóvember 2017 og eigi síðar en 5. janúar 2018 annað hvort á bæjarskrifstofu Grindavíkur, Víkurbraut 62 eða á netfangið: armann@grindavik.is.
Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Fh. Grindavíkurbæjar
Ármann Halldórsson
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
armann@grindavik.is
- Tillaga að deiliskipulagi fiskeldis á iðnarsvæði i6 í Grindavík