Félagsþjónustu- og fræðslusvið Grindavíkurbæjar auglýsir eftir traustum einstaklingum til að sinna starfi liðveitanda í tímavinnu. Að vera liðveitandi er gefandi og skemmtilegt starf sem hentar vel námsfólki. Markmið almennrar liðveislu er að veita persónulegan stuðning og aðstoð sem miðar einkum að því að rjúfa félagslega einangrun hins fatlaða einstaklings.
Hlutverk liðveitanda er mjög fjölbreytt og snýr meðal annars að því að virkja viðkomandi í athöfnum daglegs lífs og veita honum aðstoð til að njóta menningar og félagslífs. Liðveitandi aðstoðar viðkomandi að setja sér markmið sem snýr að því að rjúfa félagslega einangrun, auka virkni og þjálfun með það að leiðarljósi að viðkomandi verði sýnilegur í samfélaginu á sínum eigin forsendum.
Ef þú vilt tilheyra skemmtilegum hópi og veita góðan félagsskap með þinni nærveru þá er starf liðveitanda mjög gefandi og skemmtilegt. Um óreglulegan vinnutíma er að ræða. Allir umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og er æskilegt að viðkomandi sé með bílpróf.
Vert er að geta þess að þeir umsækjendur sem stunda nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja gefst kostur á að fá einingar fyrir það að sinna starfi liðveitenda. Hver eining miðast við ca. 20 klst. á hverja önn.
Nánari upplýsingar veitir Hlín Sigurþórsdóttir í síma 426-9909/420-1100 eða á netfanginu hlin.s@grindavik.is