Efnistaka í Stapafelli - Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis og álit Skipulagsstofnunar

  • Stjórnsýsla
  • 1. september 2017

Í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123 frá 2010 veitti Grindavíkurbær, þann 1. september 2017, Ístak hf. framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í Stapafelli sem liggur innan sveitarfélagamarka Grindavíkur. Skipulagsnefnd Grindavíkur samþykkti umsókn Ístaks hf. um framkvæmdaleyfið á fundi nefndarinnar þann 21. ágúst 2017 og bæjarstjórn Grindavíkur á fundi sínum þann 29. ágúst 2017. Álit Skipulagsstofnunar um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar, skv. ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106 frá 2000, liggur fyrir í áliti Skipulagsstofnunar frá 10. júlí 2017. Í álitinu er fjallað um „Efnistaka Ístaks í Stapafelli, Grindavíkurbæ"

Framkvæmdaleyfið og tengd gögn má nálgast á heimasíðu Grindavíkurbæjar eða hjá skipulagsfulltrúa á netfangið armann@grindavik.is eða í síma 4201100

Í samræmi við 4. gr. laga nr. 130 frá 2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, er vakin athygli á því að þeir sem eiga lögvarinna hagsmuna að gæta sem og umhverfis- og útivistarsamtök með minnst 30. félaga, enda samrýmist tilgangi samtakanna að gæta þeirra hagsmuna sem kæran lýtur að, geta kært útgáfu leyfisins innan mánaðar frá birtingu auglýsingar í lögbirtingablaðinu sem er fyrirhuguð 3. nóvember nk. til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík, sjá nánar heimasíðu nefndarinnar uua.is.

Grindavík, 1. september 2017.

F.h. Grindavíkurbæjar,
Ármann Halldórsson
Skipulagsfulltrúi


Fylgiskjöl:

 Álit Skipulagsstofnunar
 Greinagerð - framkvæmdalýsing
 Matsskýrsla
 Viðbragðsáætlun vegna spilliefna
 Yfirlitskort


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum

Nýjustu fréttir

Grindvíkingar æfa í Kópavogi

  • Fréttir
  • 12. september 2024

Heitavatnslaust suðaustast í Grindavík

  • Fréttir
  • 11. september 2024

Morgunkaffi með Ásrúnu og Hjálmari

  • Fréttir
  • 10. september 2024

8. tbl. Grindvíkings komið út

  • Fréttir
  • 8. september 2024

Kvikan opnar að nýju

  • Fréttir
  • 4. september 2024

Grindavíkurdætur og glæpakviss

  • Fréttir
  • 3. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komið út

  • Fréttir
  • 2. september 2024