Þann 20. desember síðastliðinn gekk Grindavíkurbær frá undirritun verksamnings vegna endurnýjun Miðgarðs. Það var fyrirtækið Hagtak sem átti hagstæðasta tilboðið sem hljóðaði upp á 283.625.000 kr sem er um 71,3% af kostnaðráætlun Siglingasviðs Vegagerðarinnar. Undirbúningur fyrir verkið fer á fullt strax á nýju ári en áætluð verklok eru í nóvember 2017.
Bergþór Jóhannsson, forstjóri Hagtaks, og Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs hjá Grindavíkurbæ, handsala samninginn.