Grindavíkurhöfn í stöđugri sókn

  • Höfnin
  • 19. október 2020

Lífæð Grindavíkur er höfnin sem undanfarin ár hefur verið í mikilli sókn. Bætt hefur verið í alla þjónustu og aðstöðu sem nú er fyrsta flokks og höfnin eftirsóknarverð, bæði af sjómönnum og forvitnum ferðalöngum enda eru jafn aðgengilegar og lifandi hafnir vandfundnar svo nærri höfuðborgarsvæðinu. Þessi uppbygging hefur vakið athygli og er henni gerð góð skil á vefsíðunni Kvótinn.is:

Býsna gott ár fyrir Grindavíkurhöfn

Árið 2015 var býsna gott ár fyrir Grindavíkurhöfn þrátt fyrir miklar brælur það árið. Heildarafli sem barst á land í Grindavíkurhöfn 2015 var um 43.400 tonn. Það er mesta löndun á einu ári síðan 2008 og munar þar um 10.000 tonnum.
Á árunum 2004 til og með 2007 var landaður afli töluvert meiri, en þá var loðnulöndun umtalsverð. Loðnu hefur ekki verið landað í Grindavík síðan 2007. Frá árinu 2008 hafa landanir þrátt fyrir það aukist jafnt og þétt.

Þetta kemur fram í samantekt Sigurðar A. Kristmundssonar, hafnarstjóra í Grindavík og segist hann ánægður með gang mála. Ástæða aukinna landana er fyrst og fremst sú, að bátarnir frá Vísi lönduðu 35% meira í heimahöfn í fyrra en árið áður og skýrist það af því að öll vinnsla fyrirtækisins hefur nú verið færð til Grindavíkur, þó bátarnir landi áfram einhverju af afla sínum úti á landi og flytji hann síðan suður til vinnslu.

Þá hafa bátar Skinneyjar-Þinganess á Höfn í Hornafirði landað töluverðu á síðasta ári í Grindavík og sömuleiðis línubáturinn Anna EA. Þá er þróunin sú að botnsfiskur er aukið hlutfall af lönduðum fiski en landanir á ódýrari fiski eins og makríl hafa dregist saman og eykur það tekjur hafnarinnar og bætir afkomuna umfram það sem ráð hafði verð gert fyrir að sögn Sigurðar.

Á næstu dögum mun fara fram útboð á stálþili fyrir Miðgarð. Næstu 3 árin eða svo mun allsherjar uppbygging og dýpkun eiga sér stað við Miðgarð. Af þeim loknum og jafnvel aðeins fyrr mun aðstaða í Grindavíkurhöfn batna til mikilla muna.
„Á meðan framkvæmdum stendur mun reyna á samvinnu, lipurð og gagnkvæman skilning milli verktaka, þjónustuaðila, hafnarstarfsmanna og skipstjórnenda. Framkvæmdirnar eru óhemju dýrar en áætlaður kostnaður mun nema rúmum milljarði og þarf af er hlutur hafnarinnar um 400 milljónir. Ég vona að hugsanleg óþægindi fæli menn ekki frá því að landa í Grindavíkurhöfn, því ekki veitir af góðum tekjum til að standa undir þeim mikla kostnaði sem framkvæmdunum fylgir," segir Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 8. desember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

Fréttir / 3. desember 2024

Jólabođ eldri borgara úr Grindavík

Fréttir / 2. desember 2024

Móttökustöđ Kölku lokuđ í dag

Fréttir / 2. desember 2024

Foreldranámskeiđ fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 28. nóvember 2024

Klúbbastarf Ţrumunnar fer af stađ í kvöld

Fréttir / 22. nóvember 2024

Jólasamvera Grindvíkinga

Fréttir / 18. nóvember 2024

Opinn fundur međ xD

Fréttir / 15. nóvember 2024

Alţingiskosningar 30. nóvember 2024

Fréttir / 14. nóvember 2024

Vel heppnuđ opnun sundlaugarinnar á mánudag

Fréttir / 13. nóvember 2024

Ađ finna sátt og hamingju í lífsins stormum

Fréttir / 11. nóvember 2024

Meiri afli í október í ár en í fyrra

Fréttir / 11. nóvember 2024

Sundlaugin opnar á ný

Nýjustu fréttir

Samverustundir 8.-13. desember

  • Fréttir
  • 8. desember 2024

Jólatónleikar 7. desember 2024

  • Tónlistaskólafréttir
  • 4. desember 2024

Spjall og frćđsla í mánudagskaffi

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2024

Alţingiskosningar 30. nóvember 2024

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2024

Eddi í Hópsnesi í kaffispjalli í Kvikunni

  • Fréttir
  • 26. nóvember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

  • Fréttir
  • 25. nóvember 2024