Grindavík í 3. sćti yfir draumasveitarfélögin

  • Fréttir
  • 29. október 2015

Seltjarnarnes er draumarsveitarfélagið árið 2015, samkvæmt ítarlegri úttekt Vísbendingar á fjárhagslegum styrk sveitarfélaga. Seltjarnarnes fær ágætiseinkunn, 9.0, á skalanum 0 til 10. Á eftir Seltjarnarnesi kemur Garðabær með einkunnina 8.1 og Grindavíkurbær þar á eftir með einkunnina 8.0. Grindavík fer upp um eitt sæti. Grindavík var í 10. sæti árið 2013 þannig að bærinn okkar hefur farið hratt upp listann.

Langsamlega stærsta sveitarfélag landsins, Reykjavíkurborg, er í 22. sæti með einkunnina 5,5 en í neðsta sæti í úttektinni á fjárhag 36 stærstu sveitarfélaganna er Hafnarfjörður með einkuninna 3.0.

Í úttektinni, sem byggð er á útreikningum upp úr ársreikningum sveitarfélaga, sem Samband íslenskra sveitarfélaga tekur saman, kemur fram að einkunn hafi hækkað hjá meira en helmingi sveitarfélaganna milli ára, en samt séu blikur á lofti í rekstrinum, meðal annars vegna þess að fyrirsjáanlegt sé að launakostnaður muni hækka.

Þá er á það bent að nauðsynlegt sé fyrir sveitarfélög að ná fram stærðarhagkvæmni í rekstri með sameiningum.

Byggt á grein úr Kjarnanum.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 15. ágúst 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 14. ágúst 2024

Stuđningur viđ fyrirtćki enn í bođi

Fréttir / 13. ágúst 2024

Atvinnulífiđ af stađ eftir sumarfrí

Fréttir / 12. ágúst 2024

Vel sótt námskeiđ hjá Dale Carnegie

Fréttir / 12. ágúst 2024

Grindvíkingamót í Reykjanesbć

Fréttir / 8. ágúst 2024

Rýmingarkort fyrir Grindavík