Gjáin salur til leigu

  • UMFG
  • 18. maí 2020

Samkomusalurinn í Gjánni  íþróttamiðstöð Grindavíkur

Leigusalar: Kvenfélag Grindavíkur, UMFG  og Grindavíkurbær 

Athugið að á meðan samkomubann gildir þá er aðeins allur salurinn leigður fyrir atburði, takmörkun gildir til miðnættis 01.júní 2020 og takmarkað við 50 manns.

 

1. Gerður eru skriflega samningur á milli leigusala og leigutaka um útleigu á salnum.

2. Samkomusalurinn er leigður með stólum og borðum. Áætlaður fjöldi í sætum í fullum sal er u.þ.b. 200 manns.

3. Með samkomusalnum fylgir aðgangur að eldhúsi þar sem er að finna uppþvottavél, ísskáp, frystiskáp, eldavél og ofn til upphitunar á mat ásamt lausabúnaði. 

4. Leigutaki þarf sjálfur að sjá um uppsetningu og röðun á borðum og stólum. Borðum og stólum þarf að skila aftur uppstöfluðum á sama stað inn í geymslu inn af salnum. Hluti af borðum og stólum er geymt í Þjónustumiðstöð bæjarins. Ef sá fjöldi borða og stóla sem er í geymslunni dugir ekki þarf leigutaki að ná í það sem upp á vantar í Þjónustumiðstöðina á opnunartíma hennar og jafnframt skila eftir notkun.

5. Leigutaki hefur aðgang að hljóðkerfi hússins, skjávörpum ásamt sýningartjaldi.

6. Salurinn er ávallt leigður með starfsmanni/umsjónarmanni. Umsjónarmaður opnar salinn og hefur umsjón með húsnæði meðan á viðburði stendur og lokar að viðburði loknum.  Starfsmaður leiðbeinir leigutaka við uppsetningu og röðun og hvernig ganga skuli frá eins og reglur kveða á um. Þó eru undantekningar á því þegar um fundi eða minni veislur er að ræða, nánari upplýsingar gefur starfsmaður UMFG á skrifstofu. 

7. Leigutaki ber ábyrgð á hinu leigða á leigutíma, þar með talið öllum skemmdum á húsnæði og lausabúnaði og skulu þær bættar að fullu. Leigutaki skal gera starfsmanni grein fyrir því sem hefur misfarist, skemmst eða farið úr skorðum áður en salur er yfirgefinn.  Leigutaka er skylt að fara eftir fyrirmælum starfsmanns sem sér um salinn.  

8. Reykingar eru stranglega bannaðar í húsnæðinu og á íþróttasvæðinu.

9. Íþróttamiðstöðin er staðsett í miðju íbúðarhúsnæðishverfi og salurinn því aldrei leigður lengur en til kl 01:00 og miðað við að allir séu farnir úr húsi eigi síðar en kl. 02:00.

10. Leigutaki sér um fullnaðarþrif og fær aðgang að þrifavagni. Frekari leiðbeiningar gefur starfsmaður UMFG. Ef leigutaki óskar eftir því að salurinn verði þrifinn þá er hægt að verða við því gegn sérstakri greiðslu í samráði við starfsmann UMFG.

11. Leigutaki ber ábyrgð á því að sækja um vínveitingaleyfi hjá Sýslumannsembættinu á Suðurnesjum ef  áfengi er selt í salnum. Engar undanteknar eru frá þessari reglu. Leigutaki ber jafnframt ábyrgð á því að farið sé eftir áfengislögum.

12. Leigu þarf að greiða eina viku fyrir útleigu inn á reikning: 0143-05- 060671, kt 420284-0129. Senda skal kvittun fyrir greiðslunni á netfangið umfg@umfg.is.

13. Verðskrá:

a. Heill salur með eldhúsi leigist á 40.000 kr. Afhending er eftir samkomulagi

b. Hálfur salur (fyrir uþb 40 manns í sæti) með eldhúsi leigist á 20.000 kr. Lengd á útleigu fer eftir samkomulagi, . 

14. Ef ekki er búið að ganga frá greiðslu á tilsettum tíma þá áskilur leikusali sér rétt til þess að leigja öðrum salinn samkvæmt bókunarlista. Afbókun á sölum þurfa að berast eigi síðar en viku fyrir leigudag. Að öðrum kosti mun félagið innheimta skaðabótagjald sem að lágmarki er helmingur af leiguverði samkvæmt verðskrá.

 

Allar nánari upplýsingar gefur starfsmaður UMFG á skrifstofutíma mánudaga til fimmtudaga frá kl 14:00-17:00 í aðstöðu UMFG við Austurveg, eða síma 426 7775. Hægt er að senda fyrirspurnir á umfg@umfg.is

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR