Vinnuskóli Codland frćđir ungmenni um nýja sjávarúveginn

  • Fréttir
  • 13. ágúst 2014

Codland vinnuskólinn var haldinn í lok júlí í samstarfi við Grindavíkurbæ en hann hefur að  markmiði að efla áhuga ungs fólks á sjávarútveginum og sýna þátttakendum nýja sjávarútveginn og þau víðfeðmu áhrif sem hann hefur á okkar samfélag. Nemendur Vinnuskóla Grindavíkurbæjarí 8. og 9. bekk var gefinn kostur á því að vera með í Codland Vinnuskólanum og fá þátttakendur fá greitt í samræmi við launatöflu vinnuskólans. Þetta er annað sumarið í röð sem Vinnuskóli Codland er starfræktur. 

Nemendur fengu fræðslu um íslenskan sjávarútveg, fóru í vettvangsferðir í fiskvinnslur og skip, fengustarfskynningar, kynntust starfsemi frumkvöðla og unnu verkefni í nýsköpun.

Hvað er Codland?


Codland var stofnað árið 2012 og er í eigu Vísis hf. og Þorbjarnar hf. Markmið Codland er að stuðla að framþróun í sjávarútvegi með áherslu á fullnýtingu, þróun og samstarf. Codland hefur að leiðarljósi að hámarka nýtingu sjávarafurða og hvetja til umræðu og samstarfs sem skapar grundvöll til frekari þróunar og auknu verðmæti afurða.

Eftirfarandi frétt birtist á kvotinn.is um Vinnuskóla Codland:

„Við í Codlandi í Grindavík starfræktum námskeið á vegum vinnuskólans í Grindavík nú í vikunni, þar sem krökkum sem hafa staðið sig vel yfir sumarið var boðið að taka þátt. Markmið námskeiðsins er að kynnast sjávarútveginum og þeim breytingunum sem eru að eiga sér stað innan hans um þessar mundir. Vonumst við þannig til að sýna þeim hversu víðtækur starfsvettvangur hann er orðin og krefjist fólks með fjölbreytta menntun og bakgrunn," segir Davíð Tómas Davíðsson, framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar hjá Codland í samtali við kvotinn.is

„Þess vegna byrjuðum við að halda kynningu um Codland þar sem við töluðum um fullvinnslu fisksins og hvernig ný tækifæri væru að opnast í líftækniiðnaðinum. Síðan fórum við með þau til Haustaks og Ægis til að kynna þau fyrir vinnslu aukaafurða eins og þurrkun og niðursuðu á fiskilifur. Einnig fórum við með þau til Þekkingarseturs Suðurnesja en þar fara fram rannsóknir á lífríkinu og þeim sagt frá hversvegna þær eru mikilvægar fyrir sjálfbæra og ábyrga nýtingu sjávarins," segir Davíð Tómas.

Hent var út krabbagildru til að sýna þeim lífríkið í höfninni og þeim var boðið um borð í línuveiðibátinn Valdimar GK og sagt frá lífinu þar um borð.

Að lokum fengu krakkarnir að spreyta sig á að hanna og útfæra sjávar/fiskitengt forrit. Sigurforritið var „Veiðilínan" sérhæfður samfélagsmiðill fyrir stangveiðimenn þar sem þeir geta loggað sig inn svipað eins og „foursquare" og sagt hvernig veiðin innan hverrar ár gengi, hvar væri hann að bíta o.s.frv.. Þar væri líka inni spjallborð og hver notandi væri með persónulega síðu ekki ósvipuð fb, þar kæmi fram hversu mikið hver notandi hefði veitt, hvar þeir hefðu veitt ásamt myndum „statusum" uppáhalds veiðigræjum og fleira.

Á efstu myndinni eru krakkarnir með viðurkenningarskjöl eftir útskrift úr Codlandskólanum.

Heimsókn í Haustak.

Heimsókn í Þekkingasetur Suðurnesja.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. október 2024

Lokasorphirđa á morgun 4 .október

Fréttir / 27. september 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 26. september 2024

Para- og fjölskylduráđgjöf

Fréttir / 23. september 2024

Réttađ í blíđviđri í Grindavík

Fréttir / 12. september 2024

Grindvíkingar ćfa í Kópavogi

Fréttir / 10. september 2024

Morgunkaffi međ Ásrúnu og Hjálmari

Fréttir / 4. september 2024

Kvikan opnar ađ nýju

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 26. ágúst 2024

Kalka opnar ađ nýju í Grindavík