Drög að húsakönnun fyrir Gamla bæinn í Grindavík, athugasemdir óskast

  • Fréttir
  • 31. júlí 2014

Unnið er að deiliskipulagi fyrir Gamla bæinn í Grindavík. Hluti af vinnunni fellst í að skrá þau hús sem fyrir eru á svæðinu og sögu þeirra til að unnt sé að meta varðveislugildi þeirra. Mikilvægt er að afla sem bestra upplýsinga frá staðkunnugum um húsin og því auglýsir Grindavíkurbær hér með eftir athugasemdum og viðbótum við þá skráningu sem þegar hefur farið fram. Sérstaklega er verið að falast eftir upplýsingum um fyrri eigendur, byggingarefni, breytingasögu og hlutverki húsanna. Einnig óskar bærinn eftir myndum af húsunum sem teknar eru sem næst byggingarári þeirra.

Gerð varðveislumats út frá skráðum upplýsingum verður í höndum Hjörleifs Stefánssonar, arkitekts og sérfræðings í húsaverndun og sögu íslenskrar byggingalistar.

Þess er óskað að upplýsingarnar séu sendar á póstfangið armann@grindavik.is merktar Húsakönnun fyrir 10. september 2014. Einnig er hægt að hafa samband símleiðis eða skila ábendingum inn skriflega. Vinsamlegast gætið að því að merkja vel hvaða hús fjallað er um og geta heimilda og ljósmyndara ef við á.

Fyrstu drög að könnuninni eru aðgengileg hér (pdf skjal)

 

 

 


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum