120 kettir til Grindavíkur

  • Fréttir
  • 4. apríl 2014

„Við höfum verið í vanda undanfarin ár með að fá leigt húsnæði fyrir sýninguna á höfuðborgarsvæðinu, en þar hefur hún verið frá upphafi. Eftir mikla leit og mörg símtöl brá ég á það ráð að athuga með húsnæði hér í Grindavík þar sem ég bý. Okkur bauðst þá þetta stórglæsilega húsnæði, Reiðhöllin," segir Guðbjörg Hermannsdóttir, kattaræktandi, og einn af umsjónarmönnum sýningarinnar. „Þau hjá Kattaræktarfélagi Íslands slógu til og hópur af frábæru fólki sem stendur að sýningunni er búinn að vera á fullu við að leggja lokahönd á hana."

Alþjóðlega sýningin er stærsti viðburður félagsins, sem stendur fyrir tveimur sýningum á ári. Um 120 kettir verða til sýnis og dómarar koma erlendis frá til að dæma þá. Kattaræktarfélagið er félagi í FIFE sem er stórt samfélag erlendis og dómararnir eru á þeirra vegum. „Dómurinn og allt í kringum það er ekki það sem skiptir mestu heldur er félagsskapurinn stór hluti af þessu. Við erum einnig með sér hóp fyrir okkar fallega íslenska húskött og geta allir skráð sig í félagið og sýnt húsköttinn sinn. Skilyrðin sem þarf að uppfylla er að kötturinn verður að vera skráður í félagið, örmerktur, bólusettur og geldur," segir Guðbjörg.

Guðbjörg segir að sýningin hafi fengið frábærar móttökur undanfarin ár og vill skila þakklæti til þeirra sem standa að Reiðhöllinni. Hún nefnir þar Hermann Th. Ólafsson, Hilmar Knútsson, Hestamannafélagið Brimfaxa og Grindavíkurbæ. „Einnig vil ég þakka öllum sem styrktu félagið kærlega fyrir þeirra framlag og Steinari Guesthouse fyrir gistingu," segir Guðbjörg og hvetur alla til að koma á sýninguna, sem verður opin frá kl. 10 - 17 á laugardag og sunnudag.

Viðtal og mynd: Víkurfréttir.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 22. september 2023

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins 26. september

Fréttir / 22. september 2023

Bćjarmálafundur Miđflokksins í Grindavík

Fréttir / 21. september 2023

Laugardagsfundir xD aftur á dagskrá

Fréttir / 7. september 2023

Bingó framundan í Víđihlíđ

Fréttir / 15. september 2023

Viltu vera međ í slökkviliđinu?

Fréttir / 15. september 2023

Sundlaugin lokuđ á mánudag frá 8:00-14:00

Fréttir / 14. september 2023

Hvernig á ađ halda upp á 50 ára afmćli?

Fréttir / 12. september 2023

Íslenskur dagur í Uniejów

Fréttir / 8. september 2023

Lúđrasveitarnám

Fréttir / 7. september 2023

Styrktarhlaup/ganga á Ţorbjörn 9. september

Nýjustu fréttir

Heilaheilsa í Kvikunni

  • Fréttir
  • 25. september 2023

Fjársjóđsleit Ţrumunnar 2023

  • Fréttir
  • 22. september 2023

Opin ćfing Grindavíkurdćtra

  • Fréttir
  • 22. september 2023

Íţróttavika Evrópu 2023 í Grindavík

  • Fréttir
  • 21. september 2023

Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG

  • Fréttir
  • 21. september 2023

Hvernig birtist ADHD á unglingsárunum?

  • Fréttir
  • 20. september 2023