Lions og Kvenfélagiđ gefa öryggisvesti fyrir börn til Brimfaxa

  • Fréttir
  • 29. janúar 2014

Haustið 2013 kom félagsmaður Brimaxa að tali við æskulýðsnefnd um öryggi barna á hestbaki. Þar sem hún er móðir og börn hennar stunda hestamennsku mikið voru öryggismál hennir ofarlega í huga og þá notkun barna á öryggisvestum.

Öryggisvesti eru ekki almenn eign og því er gríðarlegur ávinningur að allir ungir knapar hafi aðgengi að vestum sem eykur öryggi barna í hestaíþróttinni.

Formaður æskulýðsnefnar tók vel í málið og fór að vinna í því að fá styrki til að kaupa öryggisvesti fyrir Brimfaxa sem myndu verða aðgengileg fyrir alla félagsmenn af yngri kynslóðinni. Lionsklúbburinn í Grindavík og Kvenfélag Grindavíkur sáu sig fært um að leggja þessu góða málefni lið en þeim þótti þetta hafa mikið forvarnar- og öryggisgildi fyrir börn. Hestar og Menn voru með tilboð á vestum og gáfu þeir 5% aukaafslátt til Brimfaxa.

Á framhaldsaðalfundi Brimfaxa afhentu Lions og Kvenfélagið vestin til Brimfaxa. Lions gaf fjögur vesti merkt Lions fyrir þau minnstu og Kvenfélagið gaf þrjú vesti fyrir þau eldri.

Hestamannafélagið Brimfaxi vill þakka Lions og Kvenfélaginu fyrir þessa rausnalegu gjafir, þar sem þessi styrkur er ómetanlegur.

Á efri myndinni eru m.a. fulltrúar Kvenfélags Grindavíkur og Hilmar Knútsson formaður Brimfaxa við afhendinguna.

Einar Bjarnason frá Lions lengst til vinstri.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 20. september 2023

Hvernig birtist ADHD á unglingsárunum?

Fréttir / 15. september 2023

Lausar stöđur viđ Heilsuleikskólann Krók

Fréttir / 15. september 2023

Sundlaugin lokuđ á mánudag frá 8:00-14:00

Fréttir / 12. september 2023

Íslenskur dagur í Uniejów

Fréttir / 1. september 2023

Hópsnesiđ lokađ fyrir umferđ

Fréttir / 1. september 2023

Gul viđvörun - festum lausamuni

Fréttir / 31. ágúst 2023

Sorphirđa komin á rétt ról

Fréttir / 31. ágúst 2023

Styrktarhlaupi frestađ

Fréttir / 31. ágúst 2023

Ţórkötlustađaréttir verđa 17. september

Fréttir / 31. ágúst 2023

Upptaka af bćjarstjórnarfundi

Fréttir / 29. ágúst 2023

Laust starf viđ leikskólann Laut