Tónlistarskóli Grindavíkur hlýtur hvatningarverđlaunin 2021

 • Tónlistaskólafréttir
 • 21. júní 2021
Tónlistarskóli Grindavíkur hlýtur hvatningarverđlaunin 2021

Það er Tónlistarskóli Grindavíkubæjar sem hlýtur hvatningarverðlaunin 2021 sem fræðslunefnd veitir. Verðlaunin fær skólinn fyrir þróun sína á Eftirfylgniaðferð í kennslu með notkun Showbie kerfisins.

Stjórnendur og kennarar skólans útfærðu og aðlöguðu Eftirfylgniaðferðina að tónlistarkennslu skólans. Aðferðin þróaðist úr speglaðri kennslu og er notuð með hefðbundinni einkakennslu á hljóðfæri. Hún virkar þannig að kennari útskýrir fyrir nemandanum heimavinnuna á hljóðfærið, söng eða fræðigreinar og tekur það upp á spjaldtölvu um leið. Upptakan verður síðan aðgengileg fyrir nemandann eftir kennslustundina. Upptakan er einstaklingsmiðuð að þörfum og stöðu nemanda hverju sinni og hjálpar við heimanám því foreldrar/forráðamenn eða þeir sem aðstoða við heimanámið eru sjaldnast sérfræðingar í hljóðfærinu eða hljóðfæraleik. Þessi aðferð miðar að því að styðja nemendur við æfingar heima, jafnt á hljóðfæri sem og í fræðigreinum. 

Í hefðbundinni einkakennslu á hljóðfæri er spjaldtölvu komið fyrir á þar til gerðum gólfstandi í kennslustofunni, kennslan og útskýringar eru vistaðar á ákveðinn hátt og nemandi fær svo aðgang að myndbandinu í gegnum sérstaka vefsíðu þar sem nemandinn þarf kóða frá kennara til þess að nálgast verkefnið. Kennarinn stjórnar því hversu lengi myndbandið birtist nemandanum með því að stilla inn tíma. Kennari sér einnig hvort nemandi hafi opnað myndbandið/verkefnið. Skilji nemandinn ekki útskýringar kennarans eða vill fá nákvæmari útlistun, spyr hann kennarann beint í gegnum kerfið og fær svarið og frekari útskýringar inn á myndbandið.

Tónlistarskólinn er einnig að nýta kennsluaðferðina í fræðigreinum. Blaðsíður eru skannaðar inn og útskýringar kennarans settar inn á myndbandið. Nemandi getur síðan skoðað það þegar heim er komið.

Samskipti við nemendur eru í gegnum kerfið (Showbie) þannig að þeir geta sent spurningar til kennara, sýnt kennara æfinguna sína við heimanámið og  foreldrar/forráðamenn geta  verið í samskiptum við kennara. Þannig er í heildina vel haldið utan um hvern nemanda í gegnum kerfið.
Í heimsfaraldrinum (Covid19) fór öll kennsla og samskipti inn í kerfið og gekk ótrúlega vel því allir, bæði nemendur og kennarar, kunnu á kerfið og gátu haldið áfram námi sínu þrátt fyrir skert skólastarf og mætingar.

Kerfið býður jafnframt upp á kennslu í rauntíma þar sem kennari er annars staðar og nemandi í skóla eins og raunin hefur verið í Tónlistarskólanum. Vegna ófærðar eða annarra aðstæðna er kennari í spjaldtölvunni á standi í kennslustofunni og nemandi er á svæðinu. Þannig fer kennslan fram, það er undirleikur, samspil, hlustun og áhorf fram með þessu móti. Tæknin, aðlögun og þróun aðferðar varð til þess að hindrunum var rutt úr vegi. Vinnan, þróunin, innleiðingin og notkunin ber vott um framsækið kennslustarf þar sem kennsluaðferðir eru færðar til nútímans. Að baki liggur mikil vinna meðal kennara og stjórnenda skólans en árangur og gagnsemi er ávinningurinn fyrir nemendur. Eftirfylgniaðferðin er hentug til að mæta nemendum betur og koma í veg fyrir brottfall úr skólanum.

Á meðfylgjandi mynd er formaður fræðslunefndar, Guðmundur Grétar Karlsson að færa Ingu Þórðardóttur, skólastjóra tónlistarskólans verðlaunin. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Tónlistaskólafréttir / 23. október 2023

Vegna kvennaverkfalls á morgun ţriđjudaginn 24. október

Tónlistaskólafréttir / 23. ágúst 2023

Kennsla hefst í dag fimmtudaginn 24. ágúst

Tónlistaskólafréttir / 5. maí 2023

Vortónleikar Tónlistarskólans

Tónlistaskólafréttir / 19. október 2022

Vetrarfrí nemenda

Tónlistaskólafréttir / 23. ágúst 2023

Vissir ţú ađ...

Tónlistaskólafréttir / 6. maí 2022

Vortónleikar tónlistarskólans í beinu streymi

Tónlistaskólafréttir / 22. apríl 2022

Nemendur tónlistarskólans á vorhátíđ eldri borgara

Tónlistaskólafréttir / 29. mars 2022

Prófavika í tónlistarskólanum

Tónlistaskólafréttir / 1. mars 2022

TónSuđ, starfsdagur og vetrarfrí

Tónlistaskólafréttir / 24. janúar 2022

Kennsla samkvćmt stundaskrá á morgun

Tónlistaskólafréttir / 11. janúar 2022

Nemendur í sóttkví geta sótt tíma á Showbie

Tónlistaskólafréttir / 20. desember 2021

Jólakveđja frá tónlistarskólanum

Tónlistaskólafréttir / 9. desember 2021

Myndband - Tónfundur í tónlistarskólanum 18. nóvember

Tónlistaskólafréttir / 9. desember 2021

Myndir frá jólatónleikum tónlistarskólans

Tónlistaskólafréttir / 9. desember 2021

Myndband af aukatónleikum frumsýnt kl 16:00 í dag

Tónlistaskólafréttir / 3. desember 2021

Jólatónleikar tónlistarskólans í beinu streymi


Nýjustu fréttir

Ţemavika tónlistarskólans 30. október - 3. nóvember 2023

 • Tónlistaskólafréttir
 • 23. október 2023

Lúđrasveitarnám

 • Tónlistaskólafréttir
 • 23. ágúst 2023

50 ár! ... og ţér er bođiđ!

 • Tónlistaskólafréttir
 • 12. október 2022

Vortónleikar tónlistarskólans

 • Tónlistaskólafréttir
 • 4. maí 2022

Nemendur tónlistarskólans á vorhátíđ eldri borgara

 • Tónlistaskólafréttir
 • 22. apríl 2022

Tónleikar í tilefni ađ degi tónlistarskólanna

 • Tónlistaskólafréttir
 • 5. apríl 2022

Fyrirlestur um sérţarfir nemenda í tónlistarkennslu

 • Tónlistaskólafréttir
 • 8. mars 2022

Fjarkennsla á mánudag og ţriđjudag

 • Tónlistaskólafréttir
 • 6. febrúar 2022