Kæru forráðarmenn
Vegna aðstæðna í samfélaginu hefur Tónlistarskólinn í Grindavík ákveðið að vortónleikar og skólaslit verði að þessu sinni sent út í beinu streymi. Fyrirhugað er að að halda ferna smærri tónleika. Stefnt er að fyrstu tónleikunum fimmtudaginn 6. maí nk. milli kl. 17:30 og 18:30 þar sem fram koma nemendur Ingu Bjarkar og Telmu Sifjar. Seinni tónleikar þessa dags verða á milli kl. 18:30 og 19:30 og koma þá nemendur Sólrúnar Mjallar, Rósalindar og Guðjóns fram.
Föstudaginn 7. maí nk. koma nemendur Örvars Inga fram milli kl 16:00 og 17:00 og nemendur Arnars Freys milli kl. 17:00 og 18:00.
Tónleikarnir verða síðan opnir fram að miðnætti sunnudagsins 9. maí nk.
ATH! Ef að einhverjum hugnast ekki að taka þátt í þessu tilraunaverkefni með okkur biðjum við þá um að hafa samband við sinn kennara og láta vita af því.
Linkur á beint streymi:
https://www.youtube.com/channel/UCn9sk1xP8QP-SK48M1lDpCQ/videos?view=2&live_view=502