Félagsmiðstöðin Þruman á í ár tvo fulltrúa í ungmennaráði Samfés, samtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi. Í fyrra var þáverandi formaður nemenda og þrumuráðs
Hrafnhildur Una kosinn í ráðið til tveggja ára. Í ár var svo núverandi formaður Viktor Örn kosinn til eins árs.
Ungmennaráð Samfés er lýðræðislega kjörið ráð
ungmenna á aldrinum 13-16 ára (8. – 10. bekkur) alls staðar að af landinu. Ungmennaráð um land allt er vettvangur fyrir ungt fólk til þess að hafa áhrif á sitt nærumhverfi. Ungmennaráð samfés vinnur á landsvísu og fundar 10-12 sinnum á ári. Helstu hlutverk Ungennaráðs Samfés er að halda utan um landsþing ungmennaráða. Ráðið tekur virkan þátt í verkefnum og ákvarðanartökum hjá Samfés.
Fulltrúar ungmennaráðs fá tækifæri til þess að koma fram á og sitja á ráðstefnum og fundum um málefni tengd ungmennum og æskulýðsmálum hér á landi eða erlendis auk þess sem ráðið hefur tvo fulltrúa með fullan atkvæðisrétt á stjórnarfundi Samfés sem og á aðalfundi Samfés.
Þruman er mjög stolt af sínum fulltrúum í ungmennaráði samfés og gaman að sjá þegar ungt fólk í bænum lætur til sín taka, fyrst sem formenn Nemenda- og Þrumuráðs og svo sem meðlimir ungmennaráðs Samfés.
Hrafnhildur og Viktor segja að fulltrúar ungmennaráðs fái mörg tækifæri. T.d. að sitja á ráðstefnum og fundum um málefni tengd ungmennum og æskulýðsmálum, bæði hér á landi og erlendis. Þá hefur ráðið tvo fulltrúa með fullan atkvæðisrétt bæði á stjórnar- og aðalfundi Samfés. „Þruman er mjög stolt af sínum fulltrúum í ungmennaráði Samfés og gaman að sjá þegar ungt fólk í bænum lætur til sín taka. Fyrst sem formenn Nemenda- og Þrumuráðs og svo sem meðlimir ungmennaráðs Samfés.” Segja þau Hrafnhildur og Viktor Örn.
Viktor Örn hreppti 2. sætið í Rímnaflæði 2019
Rímnaflæði 2019 fór fram um miðjan nóvember en um er að ræða rappkeppni unga fólksins. Keppnin var haldin í 20. sinn. Viktor Örn hefur undanfarin 3 ár keppt fyrir hönd Þrumunnar og hreppti í ár 2. sætið, þriðja árið í röð. Lagið sem Viktor Örn flutti heitir “Ferillinn”.
Viktor Örn með verðlaunin eftir að hann varð í öðru sæti í Rímnaflæði