Í ár fóru þrír starfsmenn frá félagsmiðstöðinni Þrumunni, þær Sigríður Etna, Melkorka Ýr og Katrín Lóa á starfsdaga Samfés. Samfés eru frjáls félagasamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi. Í september ár hvert standa samtökin fyrir starfsdögum. Þangað eru allir starfsmenn félagsmiðstöðva á Íslandi velkomnir til að taka þátt í fræðslu.
Þáttakendur starfsdagana fengu m.a. fyrirlestra um:
Áhættu- og verndandi þætti í meðferðarúrræðum unglinga
Misnotkun lyfseðilskyldra lyfja, lyfjamenningu, viðhorf og ástæður misnotkunar slíkra lyfja.
Rafíþróttir
Sjálfskaðahegðun unglinga
#sjúkást - sem er verkefni á vegum Stígamóta um forvarnir gegn kynferðisofbeldi og heilbrigð sambönd ungmenna.
Auk þess voru í boði margar og fjölbreyttar málstofur, m.a. um ofbeldisforvarnarfræðslu, um starf á miðstigi í félagsmiðstöðvum, ungmenni í vanda, úrræði fyrir flóttamenn og fólk af erlendum uppruna, hinsegin sýnileika í félagsmiðstöðvarstarfi, ungmennaráð og margt fleira.
Starfsmenn Þrumunnar voru allir sammála því að þessir starfsdagar væru mjög fræðandi og lærðu þeir margt á þessum tveim dögum sem hægt er að nýta í félagsmiðstöðinni Þrumunni í Grindavík.