Málţing um skólamál

  • 4. janúar 2013

Hvernig skólasamfélag viljum við hafa í Grindavík?

Ef þú vilt hafa áhrif á það, þá er tækifærið á málþingi á laugardaginn 12. janúar kl. 11-13:30 í Grunnskólanum við Ásabraut. Þar verða grunnþættir menntunar í sameiginlegum Aðalnámskrám leik-, grunn- og framhaldsskóla kynntir, kallað eftir hugmyndum og rætt hvernig best sé að vinna með grunnþættina í skólastarfinu.

Boðið verður upp á súpu og brauð í hádeginu að hætti Höllu Maríu.

Við hvetjum alla til að taka þátt, enda þarf heilt þorp til að ala upp barn.

Athygli er vakin á því að nauðsynlegt er að skrá þátttöku í málþinginu til þess að auðvelda skipulagningu. Skráningafrestur er til miðnættis miðvikudaginn 9. janúar.Vinsamlegast skráið ykkur á heimasíðu Grindavíkubæjar:www.grindavik.is/skraning

Nánari upplýsingar um málþingið er aftast í síðustu útgáfu af Járngerði http://www.grindavik.is/gogn/2012/jarngerdur4tbl2012_netutgafa.pdf

Nánari upplýsingar um grunnþætti menntunar og þróunarverkefnið í Grindavík er að finna í Járngerði bls. 4 í 3.tbl. 2012 http://www.grindavik.is/gogn/2012/jarngerdur3tbl2012netugafa.pdf


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR