Merki skólans

  • Grunnskólinn
  • 30. ágúst 2010

Í tilefni þess að ný heimasíða Grunnskóla Grindavíkur var tekin í notkun í september 2010 var ákveðið að hanna auðkennismerki í fyrsta skipti fyrir skólann. Auðkennismerkið var teiknað af Gunnari Júlíussyni, grafískum hönnuði, og lágu ýmsar vangaveltur að baki því. Hann teiknaði merki Hópsskóla haustið 2009 og var merki Grunnskóla Grindavíkur byggt á hugmyndum þessi merkis.

Merkið er litaglatt með fjóra grunnliti. Hægt er að lesa ýmislegt í merkið og verða litirnir m.a. tengdir uppbyggingastefnu skólans sem byggir á fjórum megin þáttum. Innan skólans mun fara vinna í gang þar sem þetta verður tengt saman.

Grunnhugmyndin er að merkið táknar fjórar manneskjur sem tengjast, haldast í hendur eða eru með bolta á milli sín í leik. Einnig getur merkið táknað öldur sem tengir það við sjávarútvegsbæinn Grindavík. Litir merkja að við getum verið ólík, með mismunandi bakgrunn en vinnum saman. Litirnir fjórir eru einnig þeir sömu og eru í litahverfunum á Sjóaranum síkáta.

Merki Grunnskóla Grindavíkur ásamt gildum í JPG

Merki Grunnskóla Grindavíkur ásamt gildum í PDF


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR


Nýjustu fréttir

Hvernig get ég stutt barniđ mitt á óvissutímum?

  • Grunnskólafréttir
  • 1. desember 2023

Foreldrasamvera grunn- og leikskólabarna - streymi er lokiđ

  • Grunnskólafréttir
  • 17. nóvember 2023

Skólaslit í 1.-9.bekk og viđurkenningar

  • Grunnskólafréttir
  • 6. júní 2023

Útskrift 10. bekkjar

  • Grunnskólafréttir
  • 2. júní 2023

1.bekkur skellti sér í árlega ferđ

  • Grunnskólafréttir
  • 19. maí 2023

Tóku ţátt í Frímó

  • Grunnskólafréttir
  • 6. maí 2022

Glćsileg árshátíđ á miđstigi

  • Grunnskólafréttir
  • 25. mars 2022

Lćrt um flatarmál

  • Grunnskólafréttir
  • 11. febrúar 2022

100 daga hátíđ hjá 1.bekk

  • Grunnskólafréttir
  • 9. febrúar 2022

Spurningakeppni unglingastigs komin af stađ á ný

  • Grunnskólafréttir
  • 8. febrúar 2022