2.bekkur skellti sér í ljósagöngu
- Grunnskólafréttir
- 8. desember 2022
Nemendur og kennarar í 2.bekk skelltu sér í ljósagöngu í gær í góða veðrinu. Gangan var vel heppnuð en þetta er í annað sinn sem farin er ljósaganga í þessum árgangi.
Árgangurinn hittist við Þorbjörn og voru allir með höfuð- eða vasaljós og síðan var gengið í myrkrinu í átt að upplýstum jólabænum Grindavík. Veður á leiðinni var mjög gott og á göngunni styttu nemendur sér stundir og sungu jólalög.
Þegar í bæinn var komið voru jólaljós og skreytingar í bænum skoðaðar og í skólanum fengu nemendur síðan heitt kakó og piparkökur eftir útiveruna.
Saman áttu bæði börn og fullorðnir notalegan morgun og stóðu nemendur sig frábærlega vel á göngunni.

AĐRAR FRÉTTIR
Grunnskólafréttir / 25. mars 2022
Grunnskólafréttir / 9. febrúar 2022
Grunnskólafréttir / 4. febrúar 2022
Grunnskólafréttir / 26. janúar 2022
Grunnskólafréttir / 20. desember 2021
Grunnskólafréttir / 14. desember 2021
Grunnskólafréttir / 13. desember 2021
Grunnskólafréttir / 26. nóvember 2021
Grunnskólafréttir / 1. nóvember 2021
Grunnskólafréttir / 27. október 2021
Grunnskólafréttir / 14. október 2021
Grunnskólafréttir / 12. október 2021
Grunnskólafréttir / 12. október 2021
Grunnskólafréttir / 7. október 2021
Grunnskólafréttir / 20. september 2021
Grunnskólafréttir / 15. september 2021
Grunnskólafréttir / 10. júní 2021
Grunnskólafréttir / 9. júní 2021
Grunnskólafréttir / 8. júní 2021